2472
Miðvikudagur 24. október 2018 7 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands OBHM Umsjónarmaður fasteigna 50% Capacent — leiðir til árangurs Bandalag háskólamanna (BHM) er heildarsamtök háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði, stofnað 23. október 1958. Innan vébanda þess starfa 27 aðildarfélög sem í eru rúmlega 12.000 félagsmenn. Hlutverk BHM er m.a. að semja um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál félagsmanna samkvæmt umboði, vera aðildarfélögum til fulltingis við gerð kjarasamninga og standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og löggjafarvaldi. BHM er vinnustaður þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/10350 Hæfniskröfur Iðn- eða tæknimenntun er kostur. Reynsla af sambærilegu starfi. Góð íslensku- og enskukunnátta. Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund. Nákvæmni, skipulögð og öguð vinnubrögð. Umsóknarfrestur 31. október Starfssvið Þrif og ræstingar í orlofshúsum Brekkuskógi. Þjónusta við gesti. Viðgerðir og viðhald. Umsjón með umhverfi orlofshúsa. Innkaup. Önnur tilfallandi verkefni. Orlofssjóður BHM leitar að umsjónarmanni fasteigna fyrir fasteignir sínar í Brekkuskógi. Umsjónarmaður sinnir þrifum fasteigna sjóðsins og er ábyrgur fyrir endurnýjun innbús og innanstokksmuna orlofseigna sjóðsins í Brekkuskógi. Þá skal hann tryggja að ástand þeirra sé ætíð eins og best verður á kosið. Einnig leysir hann umsjónarmann fasteigna OBHM af í orlofi. · · · · · · · · · · · Sunnlenskur myndlistarmaður vinnur alþjóðleg verðlaun S unnlendingurinn Erna Elín björg Skúladóttir vann verð laun á tvíæringnum European Glass and Ceramic Context sem opnaður var á eyjunni Bornholm í Danmörku á dögunum. Sýning in samanstendur af tveimur sýningum, Open Call og Curated. Fjórir listamenn tóku þátt fyrir hönd Íslands í sýning unni tveir í hvorri sýningu: Erna Elínbjörg Skúladóttir og Hildi gunnur Birgisdóttir í Curated sýningunni og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir og Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir í Open Call sýningunni Samtals tóku 100 manns þátt í sýningunum víðs vegar að úr Evrópu. Sýningunni er ætlað að sýna það besta og áhugaverðasta sem er að gerast í leir- og keramikheiminum í Evrópu í dag og er það mikill heiður að fá að taka þátt. Tvenn verðlaun voru veitt fyrir verk á sýningunni. Fyrstu verðlaun fyrir verk á sýningunni hlaut Erna E. Skúladóttir fyrir verkið „Still Waters“ og önnur verðlaun hlaut Sam Baker frá Englandi fyrir verkið „Of Beauty Reminiscing“ Það er mikill heiður fyrir mig og viðurkenning að hljóta þessi verðlaun. Erna Elínbjörg Skúladóttir er leir- og myndlistarmaður, menntuð á Íslandi og í Noregi. Hún hefur um árabil unnið og starfað að myndlist sinni í Noregi en er núna nýflutt aftur heim til Íslands þar sem hún býr í sveitinni í Hrunamannahreppi. „Ég vinn með leir á tilrauna kenndan hátt þar sem ég nýti mér oft gamlar tækniaðferðir úr keramikheiminum en túlka þær upp á nýtt og nýti til að skoða efnið frá öðrum hliðum,“ segir Erna. „Ég vinn staðbundin verk þar sem ég skoða landslag, lands lagsmyndun og jarðfræðisögu og nýti til að beina sjónum að atburðum líðandi stundar eða sögu þess staðar eða rýmis þar sem ég er stödd. Verkin beinast einkum að því að skoða flæði og umbreytingar í landslagi, vinnslu á hráefnum úr jörðu og hvernig sú vinnsla hefur áhrif á nútíð og framtíð.“ „Merkilegt hvað málfarssviðið margir teygja breitt og vítt“ Þ essi vísupartur Björns Ing ólfssonar kom mér í hug þegar eg las í Dagskránni 12. september sl. hugleiðingu rit stjóra um orðið Bjarkarstykki, n tt byggingarland á Selfossi, en það hefur gjarnan verið nefnt Björkurstykki og n lega hafa fleiri rithættir nafnsins sést. Þá sk ringu sem ég hef heyrt ætla ég að segja hér, þó aðrir séu mér eflaust færari í því efni. Páll heitinn L ðsson, fræðimaður og bóndi í Litlu-Sandvík, sagði mér eitt sinn og lagði þunga áherslu á að það væri staðbundin venja á bæjum þar að nota orðið Björkur. Orð Páls styður Landa merkjabók Árness slu (1883– 1949) en svo vill til að ég var að grúska í henni og þá sprettur þessi málvenja mörgum sinnum fram og fær því margsinnis þinglesningu. Hoppum inn í l singu Sandvíkurtorfunnar, en hún er unnin í maímánuði 1889: „...Milli Selfoss Björkur og Sandvíkurtorfunnar í Dyb lissu...“ Landamerkjabréf fyrir Sel fosslandi frá 1890 l sir fyrst landamörkum milli Selfoss og Laugardæla og „2. Milli Selfoss og Smádalatorfulanda er áður nefnd Virkisvarða hornmark og frá henni er tekin bein stefna út í Gráhellu sem er norðan við Vot múlastekk. 3. Milli Selfoss og Svolítiðmeiri hugleiðing umBjörkurstykki Votmúlajarða ræður ofannefnd Gráhella og frá henni tekin bein stefna útí Kerhól sem er horn mark að sunnanverðu, þessi fyrrnefndi hóll er hafður fyrir hornmark á Selfoss, Votmúla, Jórvíkur og Bjarkarlöndum og frá honum...“ Þarna er Bjarkarnafnið notað, en þegar Selfossbóndi skrifar þessa l singu upp eftir landa merkjabókinni þá kveður við annan tón. Það vill svo til að ég á ljósrit af hans endurskrift og er hún nokkurnvegin stafrétt þar til kemur að lið 3. Þá sigrar mál venjan og hann skrifar „þessi áðurnefndi hóll er brúkaður fyrir horn fyrir Selfoss, Votmúla, Jór víkur og Björkurlöndum og frá honum...“ Mörg fleiri dæmi mætti nefna en ég læt þetta duga, ljóst að nafnið er komið áður en Símon bóndi á Selfossi kaupir ¼ hluta Bjarkar/Björkur, en það gerðist 1898. Annað sem ég bendi á er að talað er um Smádalatorfu, það tala líklega fáir um Smádala hverfið í dag. Ekki hef ég hugmynd um hvers vegna nágrannar tóku þessa orðmynd upp varðand Björk. Ég b st við að hún haldist ekki þegar svæðið byggist. En sagan breytist ekki við það. Hvernig væri nú að gefa n jum götum á þessu svæði nöfn sem enda á stykki? Árni Sverrir Erlingsson . Eyravegi 25 - Selfossi Sími 482 1944 Magnus Hirschfeld eftir Ralf Dose Frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks B ókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út ritið Magnus Hirschfeld — frumkvöðull í mannréttindabaráttu hinsegin fólks eftir þ ska fræðimanninn Ralf Dose. Rit þetta er leiðarsteinn í baráttu samkyn hneigðra um heim allan og varpar fróðlegu ljósi á þá sögu fyrr og nú. Magnus Hirschfeld (1868- 1935) var þ skur læknir og baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. Í upphafi tuttug ustu aldarinnar starfrækti hann framsækna kynfræðastofnun í Berlín. Bókin gerir grein fyrir ævi og störfum Hirschfelds og baráttu hinsegin hreyfingarinnar í árdaga hennar, bæði austan hafs og vestan. Hún veitir einnig góða inns n inn í margbreytilegt mannlíf, frjálslyndi og fram sækni sem lifði góðu lífi í Þ skalandi Weimarl ðveldisins en var barið niður með valdatöku nasista. Ralf Dose er þ skur fræðimaður við stofnun í Berlín sem kennd er við Magnus Hirschfeld. Guðjón Ragnar Jónasson þ ddi bókina og ritar aðfaraorð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz