2472
4 Miðvikudagur 24. október 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi 25,Selfossi, fyrirhádegiámánu dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég vinn með miklu mataráhugafólki og við skulum því endilega halda þessu innan vinnustaðarins. Sigurrós Jónasdóttir hefur ver- ið einna spenntust fyrir þessu og því get ég ekki annað en skorað á hana að taka við keflinu. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Matgæðingur vikunnar er Sigurður Örn Gunnarsson. Ég vil byrja á að þakka kollega mínum honum Trausta fyrir traustið. Humar hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og því er hann í aðalhlutverki í uppskriftum dagsins. Ég byrja á brauði sem þarf að undirbúa daginn áður en er mjög einfalt og gott að bera fram bæði með pastanu og súpunni. Brauð 3 bollar hveiti ¼ tsk. þurrger 1 ¼ tsk. salt 1 ½ bolli Aðferð: Hrærið allt saman í skál. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið hana standa við stofuhita í 12 til 18 klst. Hellið deiginu á hveitistráð borð og stráið líka hveiti yfir deigið. Brjótið deigið saman þannig að það myndi nokkurs konar kúlu og látið hefast und- ir viskastykki í 2 klst. Setjið lokaðan ofnpott í ofn og hitið í 230°. Takið ofnpott- inn út, setjið brauðið ofan í hann, lokið pottinum og setjið hann aftur í ofninn í 30 mín- útur. Takið lokið af og bakið áfram í 5-10 mínútur. Humarpasta 1 kg humarhalar í skelinni 500 g pasta 3-4 skarlottulaukar 4 hvítlauksrif 1 rauður chili 1 box kirsuberjatómatar 1-2 dl hvítvín Sítróna Steinselja Pizza krydd Hvítlaukssalt 250 g smjör Ólívuolía Salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að skera tómatana í tvennt og setjið í eldfast mót. Hellið ólívuolíu yfir og kryddið vel með salti, pipar og pizzakryddi. Bakið í ofni við 200 gráðu hita. Hreinsið humarinn úr skel- inni (geymið nokkra hala fyr- ir súpuna hér fyrir neðan), kryddið með hvítlaukssalti og steikið í smjörinu. Skiljið smjörið frá og setjið humarinn til hliðar. Skerið lauk, hvítlauk og Sunnlenski matgæðingurinn chili smátt og steikið í ólívu- olíu ásamt klípu af smátt saxaðri steinselju (geymið smá). Bætið því næst tómötun- um og humarsmjörinu á pönnuna ásamt hvítvíni og safanum úr sítrónunni og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið humrinum við og látið hann hitna á ný. Pastað er soðið skv. leið- beiningum, sett í stóra skál, humarblöndunni hellt yfir og restinni af steinseljunni stráð yfir. Berið fram með rifnum parmesan-osti og nýbökuðu brauði. Humarsúpa Skelin af humrinum hér á undan Nokkrir humarhalar 120 g smjör 1 heill hvítlaukur 4 gulrætur 2 rauðar paprikur 2 laukar 2 rauðir chili 1 l vatn 1 hvítvínsflaska 5 dl rjómi 1 stór dós tómatpúrra Nautakraftur Karrí Salt Piparkorn Aðferð: Skerið hvítlauk, lauk, gulrætur og papriku gróft og steikið ásamt skelinni í smjör- inu á stórri pönnu og brúnið mjög vel (skelin má brenna að- eins). Bætið vatni og hvítvíni út í og sjóðið í a.m.k. eina klukkustund. Sigtið soðið frá og setjið í pott. Gott að kremja skelina til að ná sem mestum krafti úr henni. Bætið tómatpúrru, nautakrafti, karríi og rjóma út í og látið suðuna koma upp. Salt og pipar eftir smekk og ég bæti gjarnan við hnífsoddi af cayenne pipar til að gefa súp- unni meira bit. Þegar suðan er komin upp er humarinn settur út í og súp- an borin fram. Sigurður Örn Gunnarsson. Í tilefni af 80 ára afmæli Dodda rafvirkja (Þórðar Þor- steinssonar) ætla afkomendur hans að blása til afmælisveislu laugardaginn 27. október í Skyr- gerðinni í Hveragerði milli kl. 15 og 17.30. Vinum, ættingjum og sam- ferðafólki er boðið að þiggja hnallþórur og kaffiveitingar og fagna þessum tímamótum með fjölskyldu og afmælisbarninu. Allar gjafir afþakkaðar. F.h. Dodda - Inga, Helena, Nonni og Elfa Dögg. Doddi rafvirki 80 ára Austurvegi 11, Selfossi Virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 Útivistardagar 25.- 28. október! 20% afsláttur af öllum útivistarfatnaði Útivistardagar 25.- 28. október! F járræktarfélagið Litur, Rangárþingi ytra, hélt ár- lega litasýningu sína í Árbæj- arhjáleigu sl. sunnudag. Margt var um manninn og fé af öllum mögulegum litum. Keppt var í fjórum flokkum; lambhrútar, gimbrar, ær með afkvæmum og skrautlegasta lambið, en það er kosið um það meðal gesta. Fé er dæmt eftir lit og gerð og vegur það 50/50. Dómari var Jón Vil- mundarson Skeiðháholti og rit- ari var Ingvar Pétur Guðbjörns- son. Kynnar voru þeir Guðlaug- ur Kristinsson á Lækjarbotnum sem jafnframt er formaður fé- lagsins og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu. Úrslit voru sem hér segir eftir bæjum: Lambhrútar: 1. Foss, 2. Skarð og 3. Árbæjarhjáleiga. Gimbrar: 1. Árbær, 2. Þúfa og 3. Árbæjarhjáleiga. Ær með afkvæmum: 1. Ár- bæjarhjáleiga, 2. Fellsmúli og 3. Skarð. Litfegursta lambið: 1. Aust- vaðsholt, 2. Skarð og 3. Hrólfs- staðahellir. Myndir: Páll Imsland. Litasýning fjárræktarfélagsins Lits
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz