2472
16 Miðvikudagur 24. október 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Í óskilum á Flóamannaafrétti eru 2 unghross móálótt og móvindótt. Hrossin eru stygg og ekki hefur tekist að kyngreina þau. Lýst er eftir eiganda óskilahrossa á Flóamannaafrétti Samkvæmt 4. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Árnessýslu austan vatna er óheimilt að reka hross til afréttarins og mun kostnaður af því að handsama þau falla allur á eiganda þeirra reynist þau örmerkt. Skorað er á eiganda að gefa sig fram innan tveggja vikna frá birtingu auglýsingar þessarar. Að öðrum kosti verður ráðist í frekari aðgerðir. Sveitarstjóri Flóahrepps Söngskemmtun í Aratungu á fyrsta vetrardegi Laugardaginn 27. október klukkan 20:00 Fram koma: Björg Þórhallsdóttir sópran Jón Magnús Jónsson söngvari Ólafur M. Magnússon tenór Særún Harðardóttir sópran Meðleikur: Hilmar Örn Agnarsson Karl Hallgrímsson Gréta Gísladóttir Flutt verða dægurlög, dúettar og aríur úr ýmsum áttum. Að lokinni söngskemmtun og kaffiveitingum sem Kvenfélagið sér um verður slegið upp dansleik (pokaball). Miðaverð 2500 kr. Kaffiveitingar 1000 kr. R auði krossinn í Árnessýslu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem bent er á að þau börn sem halda tombólur og gefa peninginn til Rauða krossins þurfa að hafa samþykki foreldris til myndbirtingar í blöðum. Ástæðan er hin nýju persónuverndarlög. Ef börnin eru fleiri en eitt þarf að vera samþykki allra foreldra. Nánari Þurfa samþykki foreldra fyrir myndbirtingu upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu Rauða krossins eða hringja í síma 892 1743. Eyravegi 23, Selfossi // 555-1314 Prjónaklukka Hér kemur uppskrift að prjónaklukku sem er passleg fyrir 4ra ára. Garnið í sjálfa klukkuna heitir Adelaide, einspuna, handlitað merino superwash garn frá PRIMROSE. Ein hespa dugar. Í kantana er notað Hot Socks Pearl, kasmír sokkagarn 1 dokka. Prjónað er á prjóna nr. 3,5 og gott að hafa bæði 50 sm og lengri prjóna eftir því sem pilsið víkkar. Hafið einnig við hendina nokkur prjónamerki. Þar sem hér er um að ræða töluvert verk í prjóni og frágangi er verkinu skipt á tvær birtingar. Byrjað er á að prjóna bakhlutann á kotinu neðanfrá. Prjónað er garðaprjón (slétt prjón fram og til baka). Fitjið upp 50 l. Til að fá slétta lykkju utan á kantinn er fyrsta lykkjan tekin óprj. af prjóninum eins og eigi að prjóna hana brugðna. Prjónið 1 umf til baka (rangan). Þá hefur myndast fyrsti garðurinn á réttunni. Í næstu 10 umf er fækkað um 1 l í byrjun hverrar umferðar þannig: Takið 3ju l óprj fram af prj, prj næstu l og steypið þeirri óprj framyfir. Þá eru 40 l eftir á prj. Prj áfram þar til komnir eru alls 37 garðar. Nú þarf að fella af fyrir hálsmáli og halda áfram að prjóna niður boðunga. Prj 12 l, fellið af 16 l, prj 12 l. Vinstri boðungur: Prj til baka og síðan 2 garða í viðbót. Í næstu umf byrjar útaukning við hálsmál til að mynda V hálsmál. Aukið er út með því að prjóna 2 l í 2. lykkjuna. Hér eftir er aukið út um 1 l í upphafi umf í 4. hv garði 7 sinnum. Þegar búið er að auka út í síðasta sinn og prjóna aftur til baka eru komnir 32 garðar og l orðnar 20. Hægri boðungur: Byrjið við hálsmálið og prjónið til baka til að klára fyrsta garðinn og síðan 2 garða í viðbót. Í næstu umf byrjar útaukning við hálsmál. Aukið er út með því að prjóna 2 l í næst síðustu lykkjuna. Hér eftir er aukið út í lok umferðar í 4. hv garði 7 sinnum. Þegar búið er að auka út í síðasta sinn og prjóna aftur til baka eru komnir 32 garðar og l orðnar 20. Í næstu umferð eru boðungarnir sameinaðir og prj 10 umf þar sem aukið er út í báðum handvegum um 1 l í byrjun hverrar umf. Þá eru 50 l á prj. Næst er pilsið prjónað. Það er prjónað með sl prj í hring. Í hliðunum er bætt við 6 nýjum l í fyrstu umferðinni, fyrst í byrjun umferðarinnar fyrir hægri handveg þannig: Prj 1 l, setjið hana aftur upp á vinstri prjóninn, prj í hana og setjið aftur upp á vinstri prjóninn osfv þar til komnar eru 6 nýjar l. Prj sl að hinum handveginum og búið til 6 nýjar lykkjur þar á sama hátt. Prjónið því næst 1 l í hverja l uppfitsins í bakhluta kotsins (50 l) og síðan 3 af nýju lykkjunum. Setjið merki þar sem markar upphaf umferðar. Nú eiga að vera 112 l á prjóninum. Prjónið 3 umf. Í síðustu umf eru sett 4 prjónamerki þannig: Prj 13 l og setjið merki utan um næstu l. Prj 28 l og setjið merki utan um næstu l, Prj 26 l og setjið merki utan um næstu l. Prj 28 l. og setjið merki utan um næstu l. Prj 13 l. Aukið er út í 5. hverri umf niður allt pilsið. Í fyrstu umferðinni er það gert með því að slá upp á prjóninn sitt hvoru megin við prjónamerkið. Þannig fjölgar um 2 l við hvert prjónamerki. Í fyrsta sinn er bara merkta lykkjan á milli, í næstu eru 3 l á milli uppslátta og þannig fjölgar um 2 l í hvert sinn. Prjónið þangað til garnið er búið en látið enda þar sem umferðin byrjar. Pilsið ætti að vera um 32ja sm sítt og lykkjurnar um 296 en það getur farið eftir handbragði prjónarans. Eftir 2 vikur birtum við afganginn af uppskriftinni þar sem lýst verður snúru- affellingu og öðrum frágangi. Hönnun: Alda Sigurðardóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz