2464

12 Miðvikudagur 29. ágúst 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands FIMLEIKAR Aníta Þ o r g e r ð u r Tryggvadóttir hefur verið ráð- in sem deildar- stjóri yngsta stigs hjá fim- leikadeild Sel- foss. Hún tekur við af Þyrí Imsland sem við þökkum fyrir gott starf síðustu ár. Sala miða hjá Baldvini & Þorvaldi HANDBOLTI Fyrsti leikur vetrar- ins fer fram á laugardag þegar Selfoss tekur á móti Dragunas í Evrópukeppni félagsliða. Almenn miðasala er hafin og fer hún fram í versluninni Baldvin & Þorvaldur. Athugið að um mjög takmarkað magn miða er í boði. Allir verða að hafa miða til að komast inn á leikinn, líka börn og iðkendur. Miðaverð er kr. 2.000. Efni sendist á: selfoss@prentmet.is UMF. SELFOSS Tómstundamessa Árborgar fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla í dag, miðvikudaginn 29. ágúst. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu. Á tómstundamessunni verður hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg. Tómstundamessan verður í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum sem fram fer milli kl. 9:00 og 13:30 munu allir nemendur í grunnskólum Árborgar fylgja umsjónarkennurum sínum í íþróttahúsið. Seinni hlutinn sem fram fer milli kl. 16:00 og 18:00 verður ætlaður foreldrum sem geta komið með Vetrarstarf Umf. Selfoss rúllar af stað Samhliða því að skólarnir hefja göngu sína rúllar vetrarstarf Umf. Selfoss af stað. Skráning er í fullum gangi á skráningar- og greiðslusíðunni Nóra á slóðinni selfoss.felog.is þar sem hægt er að dreifa greiðsl- um og nýta frístundastyrk Sveitarfélagsins Árborgar. TAEKWONDO Æfingar í taekwondo hófust samkvæmt stundatöflu mánudaginn 27. ágúst sl. Æfingar fara fram í sal taekwondodeildar- innar í Baulu, íþróttahúsi Sunnu- lækjarskóla.Allir iðkendur, gamlir sem nýir, eru velkomnir á æfingar. Nánari upplýsingar um þjálf- ara, æfingatíma og æfingagjöld má finna á vefsíðu Umf. Selfoss; www.selfoss.net. KNATTSPYRNA Selfyssingar lágu 2-0 í jöfnum leik þegar liðið sótti topplið Þórs/KA heim í Pepsi- deild kvenna síðastliðinn laugar- dag. Norðankonur skoruðu mörk- in á upphafs- og lokamínútum leiksins. Selfoss hefur 16 stig í 6. sæti deildarinnar og tekur á móti HK/ Víkingi á JÁVERK-vellinum í næstu umferð laugardaginn 8. september klukkan 14:00. HANDBOLTI Nóg var um að vera hjá meistaraflokkum kvenna og karla í síðustu viku en bæði lið kepptu á æfingamótum. Stelp- urnar tók þátt í Bauhausmótinu í Valsheimilinu. Þær gerðu jafn- tefli við Val í síðasta leik sínum en áður höfðu þær sigrað Fram í fyrsta leik með átta mörkum og tapað naumlega fyrir Stjörnunni. Úrslit leikja hjá stelpunum: Selfoss – Fram 27-19 Stjarnan – Selfoss 32-30 Valur – Selfoss 26-26 Strákarnir kepptu við Val, Hauka og FH á Hafnarfjarðarmótinu. Þeir unnu FH í fyrsta leik, en töpuðu seinni tveimur leikjunum. KNATTSPYRNA Um miðjan ágúst lék Selfyssingurinn Guðmundur Tyrfingsson (nr. 13) tvo æfingaleiki með U15 ára liði Íslands. Fyrri leikinn gegn úrvalsliði Peking unnu strákarnir 13-0 og seinni leikinn gegn Hong Kong 7-0. Guðmundur skoraði eitt mark í hvorum leik og þótti standa sig vel. iri Nýr æfingahópur fyrir 13 ára og eldri FIMLEIKAR Í vetur býður fim- leikadeildin upp á nýjan hóp fyrir iðkendur 13 ára og eldri, fyrir þá sem vilja æfa fimleika án þess að taka þátt í keppni. Æft verður þrisvar í viku og lögð áhersla á skemmtilegar og uppbyggilegar æfingar, gott þrek og tækni. Dansæfingar verða einu sinni í viku. Stefnt er að því að verameð skemmti- lega æfingaferð fyrir hópinn út fyrir landsteinana næsta sumar, ef næg þátttaka næst. Þeir iðkendur sem hafa nú þegar forskráð sig en hafa áhuga á að vera í æfingahópi sem þessum, eru beðnir um að hafa samband á netfangið fimleikar@umfs.is og láta vita, annars verða þeir skráðir í keppnishóp. Nánari upplýs- ingar eru á vef Umf. Selfoss: www.selfoss.net. HANDBOLTI Á dögunum endur- nýjuðu sex stúlkur úr 3. flokki samninga sína við handknatt- leiksdeild Selfoss til tveggja Tómstundamessa Árborgar Áhugasamir iðkendur á tómstundamessu síðastliðið vor. Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur. börnum sínum til að kynna sér fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu. Jafnframt verður hægt að ganga frá skráningu og greiðslu á námskeið. Stelpurnar sem endurnýjuðu eru f.v. Elín Krista Sigurðardóttir, Agnes Sigurðardóttir, Sigríður Lilja Sigurðardóttir, Rakel Guðjóns- dóttir og Katla María Magnúsdóttir. Á myndina vantar Sólveigu Erlu Oddsdóttur. Ljósmynd: Umf. Selfoss Ungu stelpurnar skrifa undir við Selfoss ára. Þær voru allar viðloðandi meistaraflokk að einhverju leyti í fyrra og munu verða það áfram í vetur. esó HANDBOLTI Pólverjinn Pawel Kiepulski hefur samið við hand- knattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Pawel er 31 árs markmaður sem spilað hefur í efstu deild í Póllandi allan sinn feril, nú síðast með liðinu GSPRGorzów Wielkopolski. Hann kom hér á reynslu fyrr í ágúst og spilaði m.a. á Ragnarsmótinu. Pawel mun verða góð styrking við lið Selfoss fyrir komandi vetur. esó Pólskur markmaður til Selfoss Aníta Þorgerður deildarstjóri yngsta stigs Guðmundur skoraði í báðum leikjum Íslands Aníta, sem er frá Hvolsvelli og íþróttafræðingur að mennt, hefur verið viðriðin fimleika frá unga aldri. Hún hefur verið þjálfari í yfir 10 ár og hefur meðal annars tekið þátt í mikil- vægri fimleikauppbyggingu í mörgum minni félögum á Suð- urlandi. Við hlökkum til kom- andi vetrar og bjóðum Anítu hjartanlega velkomna til starfa. Úrslit leikja hjá strákunum: FH – Selfoss 28-29 Haukar – Selfoss 35-31 Selfoss – Valur 28-30 Taekwondoæfingar hófust á mánudag JÚDÓ Æfingar í júdó fara í fullan gang mánudaginn 3. september. Æfingar fara fram í sal júdó- deildarinnar í gamla íþróttahúsi Sandvíkurskóla sem er staðsett norðan við Sundhöll Selfoss. Allar upplýsingar um þjálf- ara, æfingatíma og æfingagjöld má finna á vefsíðu Umf. Selfoss www.selfoss.net. Perla Ruth best á Bauhausmótinu Júdóæfingar hófust á mánudag Naumt tap gegn toppliðinu Barbára Sól Gísladóttir í baráttu við leikmann Þórs/KA. Ljósmynd: Fótbolti.net/SGS.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz