2462
16 Miðvikudagur 15. ágúst 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Í nýju skipulagi er samanlagt flatarmál Sigtúnsgarðs 23.200 fermetrar. Sigtún afsalar lóðum við Hafnartún til bæjarins í þeim tilgangi að stækka Bæjargarðinn. Mikill fjöldi Árborgarbúa hefur hvatt okkur til dáða og stutt verkefnið með því að lýsa opinberlega yfir stuðningi við nýjan miðbæ. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn. Við styðjum nýjan miðbæ Víðir Óskarsson Læknir „Það er aukaatriði að hér rísi hús sem áður stóðu annarsstaðar. Mestu skiptir að þau eru falleg og að það sé hægt að eiga í þeim góðar stundir.“ Jón Birgir Guðmundsson Sjúkraþjálfari „Nýi miðbærinn er frábært tækifæri fyrir okkur til að breyta Selfossi til hins betra. Grípum tækifærið, öll Árborg mun njóta góðs af.“ Óli Kristján Ármannsson Blaðamaður og almanna- tengill „Mér hugnast hlýlegur miðbær þar sem í boði er fjölbreytt þjónusta. Ég er hlynntur nýju miðbæjar- skipulagi á Selfossi.“ Rannveig Harpa Jónþórsdóttir Nemi „Þessummiðbæ fylgja gríðarleg tækifæri fyrir unga fólkið í bænum. Hvernig er hægt að hafna þessu?“ Árni Guðmundsson Nemi „Ég hef ekkert séð semmælir á móti þessu, annað en þessa týpísku neikvæðni og nöldur sem stoppar alltof mörg góð mál.“ Elva Rún Óskarsdóttir Nemi „Áætlanir um að gera Selfoss að alþjóðlegri miðstöð íslenska skyrsins er einstakt tækifæri sem eitt og sér er næg ástæða til að kjósa með verkefninu.“ Stöndum vörð um Sigtúnsgarð Sjáðu líkan af nýja miðbænum Nákvæmt líkan af nýja miðbænum verður til sýnis á á Hótel Selfossi (Gullbarnum) fram að kosningadegi. Líkanið er þrívíddarprentað og sýnir glögglega stærð húsa og byggðar í samhengi við Sigtúnsgarð og annað umhverfi. Fulltrúar Sigtúns Þróunarfélags verða á staðnum á eftirfarandi tímum: Miðvikudagur 15. ágúst: 13:00–20:00 Fimmtudagur 16. ágúst: 13:00–20:00 Föstudagur 17. ágúst: 13:00–20:00 Laugardagur 18. ágúst: 10:00–17:00 Hlökkum til að sjá ykkur. Bæjargarðurinn stækkar í nýju skipulagi og verður í góðu skjóli nýrra bygginga Nýi miðbærinn er hannaður þannig að hann myndi eina heild með Sigtúnsgarði, þannig að götur og torg verði eðlilegur hluti af útivistarsvæði Selfyssinga, og byggingar myndi öflugt skjól fyrir norðanáttinni. Nýtt skipulag 23.200 fm Núverandi skipulag 22.800 fm Nýtt og stórglæsilegt útivistarsvæði Nýr Bæjargarður hefur þegar verið frumhannaður af Land- hönnun út frá nýja skipulaginu. Garðinum er skipt upp í smærri svæði með breytilegu yfirbragði og innihaldi. Þannig verður til fjölbreytt afþreyingar- og útivistar- svæði sem hentar fyrir allar árstíðir. Meðal annars er gert ráð fyrir tjörn og gosbrunni, þar sem möguleiki væri á skautasvelli á veturna, og stórum leiktækjum eins ærslabelg og aparólu. Einnig væri möguleiki á strand- blaksvelli og púttvelli.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz