2462

Miðvikudagur 15. ágúst 2018 15 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Ari Edwald, forstjóri MS, segir mikil tækifæri felast í nýja miðbænum á Selfossi. „Gamla mjólkurbúið var falleg bygging og það felast gríðarlegir möguleikar í endurbyggingu þess. Við höfum háleitar hugmyndir um kynningu á íslenska skyrinu í húsinu. Þetta verður vettvangur matarupplifana, glæsilegrar sögusýningar og viðburða af ýmsu tagi. Ef hugmyndir okkar ná fram að ganga verður þetta staður sem margir vilja heimsækja, heimamenn jafnt sem ferðamenn,“ segir Ari. og menningarmiðstöð Miðbæjarverkefnið í tölum Mjólkurbúið verði vettvangur matarupplifana Mathöll Með skyrsýningu og fjölbreyttum skyrtengdum veitingum og öðrum mjólkurafurðum verður í húsinu rekin margháttuð veitingastarfsemi, einskonar mathöll þar sem í boði verða sunnlensk matvæli úr dýra- og jurtaríkinu í nágranna- byggðum Selfoss. Torg og glerskáli Við austurhlið mjólkurbúshússins verður stór glerskáli sem eykur rými hússins, opnar það gangvart umhverfinu um leið og hann veitir skjól frá hringtorginu inn á torgið sunnan við bygginguna. Þetta er kjörið svæði fyrir veitingastaði sem á góðviðrisdögum gætu boðið þjónustu sína úti á torginu. Albert Þór Guðmundsson Framvæmdastjóri Lindex á Íslandi, semmun hefja starfsemi í nýjummiðbæ. „Lindex ævintýrið hófst á Selfossi og það er sérlega ánægjulegt að koma aftur heimmeð stóra verslun sem býður upp á allt okkar vöruúrval.“ 16.200 Byggðir fermetrar Ný störf Fjöldi húsa 30 200

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz