2462

14 Miðvikudagur 15. ágúst 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Sannkölluð matar- Endurreist Mjólkurbú Flóamanna Skyrsýning Til eru fjölmörg söfn og sýningar víða um heim sem ganga út á að miðla hverskyns matar- menningu. Við höfummikla trú á sýningu um íslenska skyrið og teljum að það muni laða að sér fjölda gesta á hverju ári. Til eru mjólkursöfn, bjórsöfn, vínsöfn, og svo framvegis. Skyrsýning, sem yrði víða í byggingunni, yrði það fyrsta sinnar tegundar. Brugghús Í matarmiðstöð eins og þessari verður pláss fyrir lítið brugghús þar sem bruggaður verður sannkallaður Árborgarbjór. Pöbb/Sportbar Hér gerum við ráð fyrir skemmti- legum pöbb og sportbar sem sinnir þörfum bæði heimamanna og innlendra og erlendra ferða- manna — stað þar sem hægt er að kíkja inn á góða leiki eða bara til að slaka þá með góðum vinum. Tónleikasalur Í kjallara er gert ráð fyrir hæfilega stórum sal fyrir minni samkomur og fyrirlestra, sem tengst geta skyrsýningu en mun sömuleiðis henta mjög vel fyrir fyrir smærri tónleika og aðrar slíkar uppá- komur í anda Græna hattarins á Akureyri. Sigtún og MS hafa samið um endurreisn og sýningarstarf í endurgerðu húsi Mjólkurbúi Flóamanna eftir Guðjón Samúelsson sem verður lykilbygging í nýjummiðbæ. Með stórum kjallara og tengingum við önnur hús við torgið mun gamla mjólkurbúshúsið verða miðstöð fjölbreyttrar starfsemi árið um kring. Skyrið og mjólkin verða í aðalhlutverki, en margskonar önnur matvara verður í boði, auk listviðburða og samkomuhalds. Kynntu þér spennandi hugmyndir um notkun þessarar flottu byggingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz