2462
Miðvikudagur 15. ágúst 2018 13 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Við þróun miðbæjarins á Selfossi höfum við stuðst við þær fjölmörgu rannsóknir sem hafa verið gerðar í löndunum í kringum okkur, í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku, á því hvaða þættir einkenna vel heppnaða miðbæi, jafnt í smábæjum sem stærri borgum. Mikill fjöldi Árborgarbúa hefur hvatt okkur til dáða og stutt verkefnið með því að lýsa opinberlega yfir stuðningi við nýjan miðbæ. Við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn. 10 einkenni góðs miðbæjar Ingunn Guðmundsdóttir Íbúi og atvinnurekandi á Selfossi til margra ára. „Það er kominn tími til að loka því sári semmiðbæjar- reiturinn er. Nú er tækifærið.“ Gunnar Bragi Þorsteinsson Framkvæmdastjóri TRS „Miðbærinn eykur fjölbreyti- leika atvinnulífs í Árborg með ávinningi fyrir alla íbúa.“ Olga Bjarnadóttir Íþróttakennari og íbúi við Sigtún. „Ég er mjög rökhyggin manneskja. Ég er ekki enn þá búin að finna eina ástæðu af hverju ég ætti ekki að kjósa með þessu.“ Bárður Guðmundarson Umboðsmaður TM „Mér hugnast nýja miðbæjar- skipulagið vel. Gerum það að raunveruleika.“ Ester Halldórsdóttir Eldri borgari og Selfyssingur. „Mig langar að geta sest niður með vinummínum og notið lífsins í huggulegummiðbæ á Selfossi. Ég trúi og vona að ég muni lifa nógu lengi til að sjá miðbæinn verða að veruleika.“ Margrét Blöndal Fjölmiðlakona og einn af nýjustu íbúum Árborgar. „Við fjölskyldan stóðum frammi fyrir því að finna nýtt framtíðarheimili og nýi miðbærinn hafði heilmikil áhrif á ákvörðun okkar að velja Selfoss.“ Við styðjum nýjan miðbæ 1. FYRIR HEIMAMENN Miðbæi verður fyrst og fremst að þróa með þarfir heimafólks í huga. Gestir vilja vera þar sem heimamenn eru. 2. EIN HEILD Góðir miðbæir eru ekki sundurlausir heldur ein heild. 3. SÉRSTAÐA Góður miðbær hefur sérstöðu: byggingu, minnisvarða, listaverk, sýningu eða upplifun, eins og t.d. gamla mjólkurbúið! 4. ÞÆGILEG ÚTIVERA Skjólsæld, góð lýsing, snyrtilegur frágangur, græn svæði og torg eru forsenda lifandi miðbæjar. 5. FJÖLBREYTNI Rétt blanda íbúða, gististaða, skrifstofa, veitinga- staða, bílastæða, verslana, safna og sýninga, o.s.frv. Ólíkir rekstraraðilar, stórir og litlir. 6. HEIMILI FÓLKS Mikilvægt er að fólk búi í miðbæjum. Fjölbreyttar íbúðir eru nauðsynlegur hluti af heildarmyndinni. 7. KVÖLDLÍF Góður miðbær býður fólk velkomið á kvöldin en 70% af neyslu ferðamanna í verslun, mat og drykk á sér stað seinnipart dags. 8. AÐLAÐANDI HÖNNUN Upplifun gangandi vegfarenda er lykilatriðið. Útlit húsa og gatna og torga þarf að vera áhugavert og forvitnilegt. 9. STÖÐUGT MARKAÐSSTARF Góðir miðbæir eru markaðsdrifnir og með bakland sem sinnir því starfi af alúð og metnaði. Það dugar ekki bara að byggja hús og sjá svo til. 10. HUGSJÓN Uppbygging er langtímaverkefni. Fjárfestar þurfa að hafa hugsjón um framúrskarandi miðbæ. Slík hugsjón smitar út frá sér og er nauðsynleg þegar bæir ganga í endurnýjun lífdaga.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz