2462

KJÖRSTAÐUR Á SELFOSSI Kjörstaður á Selfossi verður í austurrými Vallaskóla samanber meðfylgjandi mynd. Athugið að ekki verður gengið inn um aðalanddyri skólans. ENGJAVEGUR BANKAVEGUR TRYGGVAGATA SÓLVELLIR HAMAR VALLASKÓLI ÁLFHEIMAR REYNIVELLIR IÐA TÍBRÁ LOKAÐ BÍLASTÆÐI Kjörstaður Austurrými BÍLASTÆÐI INNGANGUR Á KJÖRSTAÐ Þ að er ánægjulegt að íbúar Árborgar fái að kjósa um mjög umdeilt miðbæjarskipulag 18. ágúst nk. Kosið er um nýtt aðal- og deiliskipulag. Ef þessu skipulagi er hafnað í komandi kosningum þá verður núverandi skipulag áfram í gildi fyrir miðbæ Selfoss. Aðalskipulagið tekur til almennra sjónarmiða varðandi deiliskipulag og leggur því ákveðnar línur, en deiliskipulagið er nákvæmara og tilgreinir götur, lóðir og hús. Þetta skipulag miðast við að byggja eftirlíkingar af 30 eldri húsum víðsvegar af landinu og miðaldakirkju á 2 hekturum miðbæjarins samkvæmt samn- ingi fyrrverandi bæjarstjórnar við Sigtún þróunarfélag. Í samn- ingnum er fyrirvari á samþykki deiliskipulags. Verði deiliskipu- laginu hafnað þá tekur þessi samningur ekki gildi. Í nýja aðalskipulaginu eru byggðarsjónarmiðin felld niður fyrir miðbæ Selfoss þannig að hægt sé að reisa þar ólík hús eins og t.d. miðaldakirkju. Ef nýja aðalskipulaginu er hafnað verða áfram byggðasjónarmið ríkjandi fyrir miðbæ Selfoss eins og er í gildandi deiliskipulagi. Þetta opna svæði í hjarta Selfoss er virkileg gersemi. Það eru forréttindi að hafa bæjargarð í hjarta bæjarins og gera hann aðlaðandi fyrir bæjarbúa, ferða- menn og komandi kynslóðir. Bæjargarðinn á að verja eins og kostur er, helst stækka og skapa þar bæjar- og lystigarð er blasir við öllum þeim sem koma yfir Ölfusárbrú. En fv. sveitarstjórn ákvað að skerða garðinn eins og sést á nýja skipulaginu og úthuta um 2 hekturum til eins félags. Gatnagerðargjöld fyrir þenn- an 2 hektara byggingarreit voru áætluð um 400 milljónir króna. Í samningi við Sigtún þróunar- félag fallaþessi gatnagerðargjöld niður en félagið á að sjá um gatnagerðina. Kostnaðaráætlun félagsins fyrir byggingu fyrsta áfanga er 1.429 milljónir króna. Inni í þessum fyrsta áfanga er lagning gatnakerfis og bygging 12 húsa (4.583 m2 að gólfflatarmáli). Ef 400 millj. kr. fara í gatnagerðina þá áætla þeir að hver fermetri kosti 225 þúsund krónur. En almennt er álitið að kostnaður á hvern fermetra húsa sé a.m.k. tvisvar sinnum hærri en þessar áætlanir geraráðfyrir.Viðskiptahugmynd Sigtúns þróunarfélags er að laða ferðamenn í miðbæinn til að versla. Ferðamenn koma ekki í átta þúsund manna bæ á Íslandi til að versla. Þeir koma til Íslands til þess að upplifa ís- lenska náttúru. En ef þeir ætla í verslunarferðir þá fara þeir til stórborga eins og t.d. New York og London, en ekki til Selfoss! Peningur ferðamanna fer að mestu leyti í það að greiða fyrir mat og gistingu og virðast þeir hafa lítinn pening í annað. Ferðamaðurinn hefur áhuga á íslenskri náttúru og íslenskri framleiðslu. Styrkja ætti grunn- stoðir bæjarfélagsins sem er þjónusta við nágrannabyggðir og hafa t.d. góðan bændamarkað við Sigtúnsgarðinn er þjóna myndi Selfyssingum, nágrönn- um og forvitnum ferðamönnum. Þá myndi kaffihús við garðinn stuðla að mannlífi í garðinum. Torg með aðgengi að bæjar- garðinum ætti að blasa við öllu þeim er keyra yfir Ölfusárbrú og inn í bæinn ásamt nokkru lágreistum húsum. T.d. ætti a setja húsið Ingólf á sin upprunalega stað í miðbænum En Ingólfur var eitt af þremu elstu húsum bæjarins og bygg árið 1926 sem íbúðarhús fyri Guðlaug Þórðarson sem tók við rekstri Tryggvaskála. Í erlendum borgum eru stó torg og borgargarðar er laða a ferðamenn eins og t.d. Centra Park í New York sem er um 4 km að lengd, Hyde Park London sem er 140 hektarar a stærð, Place de la Concord París sem er 8,6 hektarar a stærð, Rauða torgið í Moskvu og Ráðhústorgið í Kaup- mannahöfn. Á Íslandi má minn á Lystigarðinn á Akureyri se yfir 100 þúsund gestir heim sækja á hverju ári. Svo o Skallagrímsgarð í Borgarnesi Hellisgerði í Hafnarfirði, Aust urvöll og Hljómskálagarðinn Reykjavík. Hvað með Sigtúns- garðinn á Selfossi? Eigum vi ekki að koma honum á kortið o gera hann sem veglegasta okkur og komandi kynslóðu til ánægju og farsældar. Íbúakosning um miðbæjarskipulag Aldís Sgfúsdóttir Höfundur er verkfræðingur Þ ann 26. september nk. verð- ur unnt að hlusta á hinn margrómaða danska kammer- tónlistarkvartett KOTTOS í Skálholtskirkju. Tónleikarnir í Skálholtskirkju verða þeir síð- ustu í þessari fyrstu Íslandsferð þeirra undir heitinu KOTTOS – með kraft og tilfinningu. Hinir fjóru margverðlaunuðu tónlistarmenn í KOTTOS sam- einuðust um ástríðuna fyrir hinu fullkomna, því sem er öðruvísi, þjóðlagatónlistinni og tenging- unni þar á milli. Með áhrifamik- illi blöndu af norrænum tónlist- aráhrifum sem eru fléttuð saman með áhrifum frá grískri tónlist, nær kvartettinn að skapa ein- stæða tónlist sem geislar af hlýju, snilld og krafti. Tónlist KOTTOS ber ekki keim af hefð- bundinni þjóðlagatónlist. Helst má skilgreina hana sem tónlist frá landi sem hefur aldrei verið til. Tónleikarnir í Skálholts- kirkju hefjast kl. 20:00 og unnt verður að greiða fyrir aðgöngu- miða á staðnum með greiðslu- korti. KOTTOS – með kraft og tilfinningu

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz