2439

14 Miðvikudagur 7. mars 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Efni sendist á: selfoss@prentmet.is JÚDÓ Fjöldi iðkenda í U13 og U15 hefur að undanförnu þreytt belta- próf í júdó. Allir náðu prófi og stóðu sig vel. Nú stendur yfir und- irbúningur fyrir vormót og Íslands- mót þar sem iðkendur júdódeildar Selfoss stefna á að standa sig vel. HANDBOLTI Stelpurnar tryggðu sér áframhaldandi sæti í Olísdeild- inni eftir sigur á Gróttu, 26-21. Selfoss er nú öruggt í 6. sæti deildarinnar, sem er jafnframt besti árangur liðsins til þessa. Stelpurnar byrjuðu vel og héldu forystu í fyrri hálfleik, 13-9. Grótta mætti af krafti í síðari hálfleik og náði að komast yfir 17-18 þegar um 12 mín. voru til leiksloka. Þá hrukku Selfyssingar í gang og unnu síðustu mínútur leiksins 10-2 og lokatölur 26-21. Mörk Selfoss skoruðu: Hrafn- hildur Hanna 6, Harpa Sólveig 5/1, Arna Kristín 4, Perla Ruth 3, Stelpurnar tryggðu áfram- haldandi sæti í Olísdeildinni Ída Bjarklind 3, Kristrún 3, Sigríð- ur Lilja 1, Hulda Dís 1. Viviann Petersen varði 13 skot (38%). Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fjölni miðvikudaginn 14. mars. Hrafnhildur Hanna skoraði 6 mörk í leiknum gegn Gróttu. HANDBOLTI Karlalið Selfoss sigr- aði Gróttu örugglega, 38-24, í Olísdeildinni mánudaginn 26. febrúar sl. Gróttumenn sáu aldrei til sólar í leiknum en staðan var 21-11 í hálfleik. Selfyssingar héldu áfram í seinni hálfleik þrátt fyrir að gæði leiksins fóru dvínandi og bæði lið gerðu sig sek um mörg mistök. Lokatölur urðu 38-24. Mörk Selfoss skoruðu: Einar 10, Elvar Örn 6, Richard Sæþór 5, Árni Steinn 5, Teitur Örn 4, Guðjón Baldur 3, Öruggur sigur á Gróttu Tryggvi 2, Sverrir 2 og Haukur Páll 1. Sölvi varði 17/1 skot (42%). Einar Sverrisson skoraði 10 mörk gegn Gróttu. Mynd: JÁE. HANDBOLTI Selfyssingar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja og sigruðu ÍBVmeð einu marki, 35- 36, á miðvikudag í síðustu viku. Leikurinn var jafn í byrjun en Eyjamenn sigu fram úr og leiddu með 5 mörkum í hálfleik, 19-14. Selfyssingar náðu hægt og rólega að minnka muninn og þegar um 10 mínútur voru eftir var staðan 29-26 fyrir ÍBV. Á skömmum tíma breyttist hún í 30-32 fyrir Selfoss. Þegar þrjár mínútur voru eftir voru Selfyssingar með þriggja marka forystu. ÍBV náði að minnka muninn niður í eitt mark. Ekki dugði það og Selfyssingar unnu glæsilegan eins marks sigur á erfiðum útivelli, 35-36. Mörk Selfoss skoruðu: Einar 8, Atli Ævar 7, Teitur Örn 7(2), Richard Strákarnir með eins marks sigur í Eyjum Sæþór 5, Árni Steinn 4, Elvar Örn 2, Guðjón Baldur 2 og Sverr- ir 1. Helgi varði 8 skot (30%) og Sölvi 2 (18%). Eftir sigurinn komst Selfoss í 2. sæti með 30 stig, einu stigi á eftir FH, sem á leik til góða. Nú verður gerð smá pása í deildinni og næsti leikur ekki fyrr en 18. mars gegn FH. Flottur árangur á beltaprófi í júdó JÚDÓ Grímur Ívarsson, sem er búsettur í Danmörku um þessar mundir, kom við á Íslandi í janúar til að taka þátt í Reykjavík Judo Open sem er hluti afAlþjóð- legu Reykjavíkurleikunum (RIG). Hann notaði tækifærið og tók próf fyrir svarta beltið eða 1. dan og stóðst það með glæsibrag en hann var löngu búinn að uppfylla þau skilyrði sem þarf í það. Hrafn Arnarsson frá Umf. Selfoss var mótherji (uke) hans í beltaprófinu enda er hann sjálfur á hraðri leið að komast í svarta beltið sjálfur. F.h.: Guðjón, Filip, Einar og Heiðar. F.h.: Jóel, Alexander, Brynjar, Vésteinn, Christopher, Óskar, Sara, Kristján, Styrmir og Grétar. Leiðrétting JÚDÓ Þau leiðu mistök urðu að í síðasta blaði féllu út nöfn tveggja frækinna júdókappa sem sigruðu í sínum flokki á afmælismóti JSÍ sem fram fór í febrúar. Þetta eru þeir Vé- steinn Bjarnason sem varð í fyrsta sæti í -42 kg flokki drengja U13 og Alexander Adam Kuc sem sigraði í -46 kg flokki drengja U13. Við óskum þeim til ham- ingju með árangurinn og biðj- umst velvirðingar á mistök- unum. -gj Grímur svartbeltingur 1. dan F.v.: Hrafn, Grímur og Garðar Skaptason þjálfari hjá júdódeild. Atli Ævar skoraði 7 mörk gegn ÍBV í Eyjum. Mynd: JÁE. Stelpurnar spiluðu vel umhelgina HANDBOLTI Stelpurnar í 5. flokki á eldra ári kepptu um helgina á fjórða móti vetrarins sem haldið var af Völsurum á Hlíðarenda. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki örugglega og tryggðu sér þar með sæti í efstu deild fyrir næsta mót sem er jafnframt síðasta mót vetrarins. Stelpurnar spiluðu vel á mótinu og má sjá miklar framfarir hjá þeim á milli móta. Stelpurnar í 6. flokki kepptu einnig um helgina á sínu fjórða móti í vetur. Þær spiluðu í 3. deild og mátti litlu muna að þær hafi tryggt sér sæti í 2. deild fyrir næsta mót. Flottar stelpur þar á ferðinni. HÞ Þ eir Einar Sverrisson, Hauk- ur Þrastarson og Árni Steinn Steinþórsson hafa allir fram- lengt samninga sína við hand- knattleiksdeild Selfoss. Haukur framlengir um þrjú ár en þeir Einar og Árni Steinn um tvö ár. Handknattleiksdeildin er gríð- arlega ánægð með að strákarnir hafi ákveðið að halda tryggð við félagið, en þeir hafa allir ver- ið lykilmenn í liðinu í vetur. Árni Steinn, Haukur og Einar framlengja Árni Steinn, Haukur og Einar. Mynd: Umf. Selfoss. HANDKNATTLEIKUR Selfoss mætir Fram í Laugar- dalshöllinni í undanúrslitum Coca-Cola bikar- keppni karla „Final 4“ föstudaginn 9. mars kl. 19:30. Haukar og ÍBV mætast í hinum undan- úrslitaleiknum kl. 17:15 sama dag. Úrslitaleikurinn verður síðan leikinn laugardaginn 10. mars kl. 16. Upphitun fyrir leikinn gegn Fram verður í Hótel Selfossi á föstudeginum og hefst kl. 16. Þar verður þjálfarafundur fyrir stuðningsmenn, and- litsmálning fyrir börnin, stuðningsmannasveitin Skjálfti æfir söngva o.fl . Sætaferðir verða í boði Guðmundar Tyrfings- sonar. Rúturnar leggja af stað frá Hótel Selfossi kl. 17:30 (Ath. takmarkað magn sæta). Miða á leikinn má kaupa í verslun TRS á Selfossi. Nú verða allir aðmæta í Höllina

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz