Á Kjötsúpuhátíðinni sl. laugardag var tilkynnt um val á Sveitalistamanni Rangárþings eystra árið 2018. Það er menningarnefnd Rangárþings eystra sem stendur að valinu. Viðurkenningin var nú afhent í 5. sinn en gjaldgengir eru þeir einstaklingar eða hópar sem búa í sveitarfélaginu og hafa þótt skara fram í sinni list.
Í ár var það Kristjana K. Jónsdóttir sem hlaut útnefninguna. Kristjana, eða Sjana, eins og hún er alltaf kölluð sigraði í prjónasamkeppni um Fullveldispeysuna sem haldin var í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins í ár. Peysan þótti afar falleg og í anda fullveldisins og á meðfylgjandi mynd má sjá Sjönu við hlið peysunnar.