Það hefur lengi verið rík tenging feðga í Selfossliðinu m.a. má nefna Einar Guðmundsson og Teit Örn, Jón Birgi og Elvar Örn. Aðeins hafa tvö feðgapör spilað í Evrópukeppnini. Þetta eru annars vegar feðgarnir Grímur Hergeirs og Hergeir Grímsson og hinsvegar Sverrir Einarsson og Einar Sverrisson. Grímur og Sverrir spiluðu alla átta Evrópuleiki fyrir Selfoss á árunum 1993 – 95. Einar hefur spilað sex leiki fyrir ÍBV en Hergeir er að spila sinn fyrsta leik í keppninni gegn Dragunas.
Leikir Selfoss á sínum tíma voru gegn liðum Bauska Riga, Umag frá Króatíu, Pick Szeged og Gorenje Velenje frá Slóveníu. Selfoss komst alla leið í átta liða úrslit tímabilið 93/94 en töpuðu báðum leikjum gegn Gorenje Velenje tímabilið eftir.
Einar spilaði sex leiki fyrir ÍBV á árunum 2014 – 16 gegn liðunum Benefica, Hapoel Ramat Gan og Macabi Eishon Lezion. Þess má geta að Einar skoraði 39 mörk í leikjunum sex og er markahæsti leikmaður ÍBV í Evrópukeppni.