5 C
Selfoss
Home Fréttir KIA – Gullhringurinn hjólaður um helgina

KIA – Gullhringurinn hjólaður um helgina

0
KIA – Gullhringurinn hjólaður um helgina
KIA - Gullhringurinn

Von er á því að fjöldi hjólreiðarmanna muni þreyta KIA Gullhringinn nú um helgina. Keppnin fer fram laugardaginn 25. ágúst nk. Veðurspáin lofar mildu og  tiltölulega þurru veðri eins og sakir standa. Keppnin er í góðu samstarfi við Vegagerðina og Lögreglu til að tryggja öryggi keppenda og annarra vegfarenda.

KIA Gullhringurinn er vinsæl og skemmtileg hjólreiðakeppni sem haldin er á Laugarvatni ár hvert. Hjólað um margar þekktustu náttúruperlurnar á Suðurlandi. Þá liggur leiðin um þekktar söguslóðir eins og Skálholt, Bræðratungu og Þingvelli.

Keppt er í þremur mismunandi keppnisstigum en markmið keppninar er „allir hjóla, allir vinna, allir velkomnir“. Keppnin er vinsæl hvort sem er meðal þaulvanra hjólreiðamanna eða byrjenda sem eru að stíga sín fyrstu skref í hjólreiðakeppnum.