Selfossveitur fengu afhendan rafbíl af gerðinni Nissan e-NV200 þann 14. febrúar sl. Er þetta fyrsti rafbílinn sem Sveitarfélagið Árborg eignast og liður í að gera bílaflotann umhverfisvænni. Á næstu árum er stefnt að því að skipta út bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, yfir í bíla sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Bíllinn var keyptur hjá IB ehf. á Selfossi.