3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Aukin niðurgreiðsla á garðslætti fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg

Aukin niðurgreiðsla á garðslætti fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg

0
Aukin niðurgreiðsla á garðslætti fyrir eldri borgara og öryrkja í Sveitarfélaginu Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Á fundi bæjarráðs Árborgar þann 2. ágúst sl. var gerð breyting á endurgreiðslu vegna garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja en eftir breytingu verður hámarkskostnaður garðeigenda 4.500 kr fyrir hvern slátt.

Áfram fá eldri borgarar og öryrkjar niðurgreidd verk eins og hreinsun beða og frágang eftir hreinsun (tvær beðahreinsanir að hámarki 30.000 kr hvor beðahreinsun) snyrting limgerða og frágangur s.s. að hreinsa upp og fjarlægja afklippur.

 

Mikilvægt: Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og skal reikningurinn vera útgefinn í samræmi við reglur, m.a. um virðisaukaskatt. Á reikningnum skal koma fram nafn, kennitala, heimilisfang og undirskrift kaupanda garðaþjónustunnar. Einnig skal reikningurinn bera með sér í hvaða garði þjónustan er veitt og verklýsing.

Þátttaka sveitarfélagsins í beðahreinsunum og snyrtingu limgerða er frá 40% – 50% þ.e. niðurgreiðslan tekur mið af tekjum umsækjenda. Þeir sem eingöngu hafa tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins fá 50% endurgreitt en aðrir 40%.