-4.3 C
Selfoss

Líf og fjör í Uppsveitum Árnessýslu

Vinsælast

Það er alltaf gaman í uppsveitum Árnessýslu segir Ásborg Ó. Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. „Hér í Uppsveitunum gengur allt mjög vel og mikill fjöldi fólks er á ferðinni. Það er greinilegt er að gestir láta rigningarsumar ekki stoppa sig og halda gleðinni enda ekkert annað að gera en njóta frísins og klæða sig rétt.“

Fjölmargir viðburðir hafa verið í gangi í Uppsveitunum í sumar og fleiri framundan eða í undirbúningi. Má þar nefna Grímsævintýri, Flúðir um verslunarmannahelgina, Sumartónleika, KIA Gullhringinn,  gönguferðir í Hrunamannahreppi, fjallgönguverkefni í Bláskógabyggð, menningarveislu Sólheima.

“Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast og bætast við fjölbreytta afþreyingu og þjónustu sem fyrir er svo allir ættu að finna eitthvað skemmtilegt að gera“. „Búið er að opna nýja sýningu á Þingvöllum, nýjan veitingastað á Hótel Geysi, nýjan sveitagarð í Grafningi, bálhús í skóginum á Laugarvatni svo eitthvað sé nefnt“, segir Ásborg.

Uppsveitirnar eru auðvitað þekkt matarkista og nú er ferskt grænmeti víða í boði, uppskerutími framundan og fjölbreytt úrval af alls kyns vörum beint frá býli. Veitingastaðirnir sérhæfa sig og bjóða upp á gómsætan mat úr heimabyggð enda hæg heimatökin.

„Það er ljóst að víða er verið að byggja upp, bæta við og efla gæði og Uppsveitamenn bjartsýnir að vanda.“ Ásborg bendir á að frekari upplýsingar megi finna á www.sveitir.is.

Nýjar fréttir