-8.1 C
Selfoss
Home Fréttir Aukið eftirlit hjá Lögreglunni á Suðurlandi um verslunarmannahelgina

Aukið eftirlit hjá Lögreglunni á Suðurlandi um verslunarmannahelgina

0
Aukið eftirlit hjá Lögreglunni á Suðurlandi um verslunarmannahelgina
Lögreglan á Suðurlandi

Umferðin kemur til með að fara að þyngjast eftir því sem nær dregur helgi og um helgina. Að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi verður nóg um að vera í umdæminu öllu. „Hátíðir eru víða í umdæminu og ljóst að mikill fjöldi verður í umdæminu um helgina“ Segir Sveinn K. Rúnarsson, hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Töluverður viðbúnaður verður um alla helgina á svæðinu. Kallað hefur verið eftir auknum mannskap frá öðrum umdæmum auk þess verður Lögreglan á Suðurlandi í samstarfi við Landhelgisgæsluna með eftirlitsflug.

Að sögn Sveins verður Lögreglan sýnileg, haldi niðri hraða og taki þá úr umferð sem ekki eigi þar heima vegna ölvunar eða annars. „Markmiðið er að þetta fari allt saman vel fram og allir komist á áfangastað heilu og höldnu. Við beitum öllum ráðum til þess.“