Áætlað er að loka Ölfusárbrú á miðnætti sunnudaginn 12. ágúst næstkomandi. Opnað verður á morgunumferð kl. 06:00 mánudaginn 13. ágúst og lokað aftur sama dag kl. 20. Hafist verður handa við að steypa nýtt brúargólf aðfaranótt 14. ágúst. Þegar verkinu er lokið tekur það steypuna nokkra sólarhringa að harðna. Áætlað er að hleypa umferð á brúna miðvikudaginn 20. ágúst.
Meðan á lokuninni stendur verður meðal annars hjáleið um Þrengsli og áfram yfir Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi. Í uppsveitum eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg. Gangbrautin á Ölfusárbrú verður opin meðan á framkvæmdum stendur.