-6.1 C
Selfoss

Raðhús í byggingu við Árnes

Vinsælast

Í Bugðugerði í þéttbýlis­kjarn­anum við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru hafnar fram­kvæmdir við byggingu þriggja íbúða raðhúss. Hákon Páll Gunnlaugsson, bygginga­meist­ari, og fyrirtæki hans Selás-byggingar ehf., standa fyrir verk­efninu.

Framkvæmdir fara vel af stað og hefur Hákon þegar steypt sökkulinn. Byggingin telur sam­tals rúmlega 270 fermetra og er hver íbúð um 90 fermetrar. Mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi. Það má því ætla að íbúðirnar fyllist af fólki þegar þær verða tilbúnar til notkun­ar. Tæpur áratugur er síðan byggt var síðast íbúðar­hús­næði í Árneshverfinu.

„Framtak Hákonar er fagn­að­ar­efni. Fleiri aðilar hafa sýnt því áhuga að byggja íbúðarhús­næði í hverfinu. Auk þess eru í undir­bún­ingi framkvæmdir við bygg­ingu íbúða í hinum þétt­býliskjarnanum í sveitarfélag­inu, Brautarholti,“ segir Kristó­fer A. Tómasson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Nýjar fréttir