Elín María Halldórsdóttir er grafískur hönnuður og myndskreytir, menntuð í Háskólanum í Jönköping í Svíþjóð og í IED Barcelona. Hún hefur að mestu unnið sem grafískur hönnuður á auglýsingastofum og markaðsdeildum í Svíþjóð en flutti á Selfoss síðastliðið haust.
Hún teiknar undir nafninu Laufey og gerir blek- og vatnslitateikningar, þar sem smáatriðin og fínar línur ráða ríkjum. Hægt er að skoða fleiri teikningar og fylgjast með henni á instagram.com/elinmaha.
Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið. Auk þess er líka opið kl. 9–16 á laugardögum og kl. 9–15 á sunnudögum. Allir eru velkomnir.