-5.8 C
Selfoss
Home Fréttir Gististað með útrunnið leyfi lokað

Gististað með útrunnið leyfi lokað

0
Gististað með útrunnið leyfi lokað

Gististað í Árnessýslu var lokað síðastliðinn fimmtudag þegar í ljós kom að leyfi til rekstrar var útrunnið. Rekstraraðila var gefið færi á að útvega gestum sínum gistingu annars staðar svo þeir yrðu ekki á götunni. Lögreglumaður hefur nú verið ráðinn í hálft starf til að hafa eftirlit með veitinga- og gististöðum í umdæminu og má því búast við að fleiri tilvik sem þessi komi upp á næstunni. Þegar tilvik sem þessi koma upp er lögreglu skylt að stöðva rekstur strax og henni ekki heimillt að veita einhverja fresti til að afla tilskilinna leyfa. Því er fullt tilefni til að hvetja þá sem ekki eru með sín mál í lagi til að kippa þeim í liðinn strax því ljóst er að trúverðugleiki gististaðar tapast ef rekstraraðili þarf að vísa gestum sínum út.

Tveir hestamenn meiddust þegar þeir féllu af baki hesta sinna þann 29. júní sl., annar á Selfossi en hinn skammt frá Skálholti.

Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitir leituðu og aðstoðuðu ferðamenn á Fimmvörðuhálsi og á Emstrum sem gefist höfðu upp vegna kulda og vosbúðar. Fólki fer nú hratt fjölgandi á hálendinu eftir því sem leiðir opnast og færð batnar. Nauðsynlegt er að hafa í huga að ferðir á fjöllum eru alltaf þannig að hafa þarf varan á og búa sig í samræmi við íslenskar aðstæður.

Hálendiseftirlit lögreglunnar á Suðurlandi er nú komið í fullan gang og verða lögreglumenn á hálendinu við eftirlit flesta daga í sumar.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.