Nýverið opnaði N1 sína fyrstu sjálfsafgreiðslustöð á Hvolsvelli með þrjá sjálfsafgreiðslkassa. Að sögn Páls Arnar Líndal, rekstrarstjóra þjónustustöðva N1, er hugmyndin með uppsetningu sjálfsafgreiðslukassa að létta á álagspunktum sem verða á stöðinni og flýta fyrir þeim sem eru að kaupa fáa hluti í einu. Þetta er valkostur fyrir viðskiptavini N1, innlenda sem og erlenda ferðamenn, sem þekkja mjög orðið þessa lausn þar sem margar verslanir erlendis eru farnar að bjóða uppá þessa þjónustu. Með þessu fjölgar afgreiðslkössum og geta þeir sem eru að kaupa fáa hluti farið hraðar í gegn til að klára sín viðskipti í staðinn fyrir að bíða í langri röð. Áfram mun þó vera í forgangi að hafa þjónustukassa opna enda geta viðskiptavinir ekki pantað sér veitingar í gegnum sjálfsafgreiðslukassana.