Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði og Atli Eðvaldsson hafa komist að samkomulagi um að hann stýri liðinu út leiktíðina. Atli tekur við af Dusan Ivkovic sem sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu. Hamar leikur í A-riðli 4. deildar karla.
Atli hefur mikla reynslu sem þjálfari bæði hérlendis og erlendis. Hann þjálfaði meðal annars íslenska karlalandsliðið 1999–2003. Þá hefur hann þjálfað lið KR, Vals, ÍBV, HK og Þróttar, auk Kristianstad í Svíþjóð. Atli lék 70 landsleiki fyrir Ísland og átti landsleikjametið um skeið. Hann var einnig fyrirliði landsliðsins um árabil.