Samfélagssjóður Valitors veitti átta styrki að heildarupphæð 7.850.000 kr. hinn 23. maí sl., en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni sem bæta mannlíf og efla.
Sólheimar í Grímsnesi hlutu einn af styrkjum sjóðsins í ár til að standa fyrir Menningarveislu Sólheima sem haldin er á hverju sumri. Stjórn sjóðsins afhenti styrkina laugardaginn 26. maí sl.
Sjóðurinn var stofnaður fyrir 26 árum og hafa frá upphafi verið veittir samtals 200 styrkir til einstaklinga og samtaka sem láta til sín taka á sviði menningar-, mannúðar-, samfélags- og velferðarmála. Stjórnina skipa Guðmundur Þorbjörnsson, stjórnarformaður Valitors, Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors og Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Valitors Ísland.