8.4 C
Selfoss

Sjö stúlkur útskrifuðust sem stúdentar af hestabraut FSu

Vinsælast

Laugardaginn 26. maí sl. útskrifuðust sjö stúlkur sem stúdentar af hestabraut FSu. Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs af hestalínu frá haustinu 2016 og er þetta í þriðja árið í röð sem skólinn útskrifar stúdenta af þeirri braut.

FSu er ein af þremur skólum á landsinu sem býður upp á hestabraut á framhaldsskólastígi. Námið er einnig hægt að taka sem tveggja ára nám og þá útskrifast nemendur sem hestaliðar, en það er aðstoðamaður við hestatengða starfsemi til dæmis á tammningastöðvum, hrossaræktarbúum, hestaleigum eða við reiðkennslu.

Stúðentspróf frá hestabraut er góður undirbúningur fyrir ýmis háskólanám, t.d. reiðkennaranám við Háskólann á Hólum, nám í auðlindagreinum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, ferðamálafræði og fjölmargt annað nám eins og til dæmis dýralækningar eða sjúkraþjálfun fyrir dýr. Einnig nota sumir nemendur þetta nám til þess að efla áhugamál sitt, jafnvel þó að stefna þeirra að starfsferli liggi í aðra átt.

Sara Lind Sigurðadóttir hlaut viðurkenningu fyrir mjög góðann námsárangur í hestatengdum fögum. Kristín Runólfsdóttir sviðsstjóri hjá FSu afhenti Söru hestaábreiðu frá íslenska reiðtygjaframleiðandanum Hrímni.

Útskriftarnemar í þetta sinn voru sjö stúlkur, allar fyrirmyndar nemendur og hestakonur sem koma víða að, en reynsla og orðspor FSu í hestatengdu námi hefur oft laðað að sér nemendur alls staðar af landinu.

Nýjar fréttir