2.3 C
Selfoss

Kvennahlaup ÍSÍ á Selfossi 2. júní

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn 2. júní, fer fram hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og er þetta í 29. skiptið sem hlaupið fer fram. Á Selfossi sér Kvenfélag Selfoss um hlaupið eins og verið hefur. Tvær göngu/hlaupaleiðir eru í boði sem byrja við BYKO í Langholti, annars vegar 2,5 km og hins vegar 5 km.

Mæting er við ByYKO kl. 10:45 og verðurlagt af stað kl. 11:00. BYKO býður keppendum upp á grillaðar pylsur eftir hlaupið og Sveitarfélagið Árborg býður þátttakendum frítt í sund að hlaupi loknu.

Forskráning í hlaupið verður miðvikudaginn 30. maí kl. 15-17:30 í Krónunni, fimmtudaginn 31. maí kl. kl. 15-17:30 í Sundhöll Selfoss , föstudaginn 1. júní kl. kl. 15-17:30 í Krónunni og laugardaginn 2. júní kl. 9-11 í BYKO. Þáttökugjald er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri og 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri.

Kvennahlaupsnefnd Kvenfélags Selfoss hvetur stelpur og stráka á öllum aldri til að taka þátt í hlaupinu eða vera í klappliðinu við markið í Langholti.

Nýjar fréttir