-3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Ætlarðu ekki örugglega að kjósa?

Ætlarðu ekki örugglega að kjósa?

0
Ætlarðu ekki örugglega að kjósa?
Christiane Leonor Bahner.
Atnar Gauti Markússon.

Nú er að koma að því: á laugardaginn eru sveitarstjórnarkosningar. L-listinn, framboð oháðra, hefur nú birt sína stefnuskrá, sem og önnur framboð í Rangárþingi eystra. Við hvetjum alla íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér stefnuskrár og frambjóðendur og taka síðan upplýsta og sjálfstæða ákvörðun.

En hvað er það sem við teljum okkur geta gert betur en aðrir?
L-listinn samanstendur af fólki sem telur flokkapolitík ekki eiga heima í sveitarstjórnarmálum. L-listinn er mjög fjölbreyttur, en í fyrsta og öðru sæti eru einstaklingar með reynslu af fyrirtækjarekstri og starfsmannahaldi, en auk þess erum við með menntun og starfsreynslu sem nýtist vel í sveitarstjórnarmálum.

Á upplýsingafundum L-listans hefur komið til tals hvaða breytingar sveitungar okkar vilja helst sjá:

Eitt af því sem brennur á fólki sem býr fjarri Hvolsvelli er aðgengi að leikskólanum. Foreldrar geta verið yfir 2 klst. á dag að keyra börnin sín í og úr leikskóla og hafa fæstir þann tíma. Við viljum jafna aðstöðu foreldra og barna í dreifbýli og finna lausn á þessu.

Við viljum leggja áherslu á umhverfisvernd og gera m.a. úrbætur á sorpflokkun og á sorphirðu í dreifbýli. Gámar sem settir eru upp stökum sinnum fyllast jafnóðum. Landbúnaður er atvinnugrein og kallar á sorphirðu í takt við sína raunveruleg þörf.

Aukinn straumur ferðamanna hefur m.a. leitt af sér vöntun á húsnæði fyrir íbúa. Verðlag er hátt og getur verið erfitt fyrir unga fólkið að fjármagna fyrstu kaup. L-listinn hefur ákveðnar hugmyndir hvað sveitarfélagið geti gert í þeim efnum.

Kjósum!
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vantaði einungis örfá atkvæði til að L-listinn fengi tvö sæti í sveitarstjórn. L-listinn stefnir fram Arnari Gauta Markússyni í 2. sætið og erum við ákaflega stolt af því að hafa hann innan okkar vébanda, hann er áhugasamur, vel upplýstur um málefnin og vill gera vel í sínu sveitarfélagi. Hvert atkvæði skiptir máli. Kjósum x-L!

Christiane Bahner, skipar 1. sæti á L-lista í Rangárþingi eystra.
Arnar Gauti Markússon, skipar 2. sæti á L-lista í Rangárþigi eystra.