Nýlega keypti Bjartmar Pálmason rekstur Veisluþjónustu Suðurlands á Selfossi af Ole Olesen. Bjartmar er nýfluttur á Selfoss með fjölskyldu sína frá Reykjavík þar sem hann hefur unnið við veitingageirann undanfarin 15 ár. Hann er frá Bolungarvík en ættaður úr Þykkvabænum.
Veisluþjónustan var stofnuð í september 1999 af Ole Olesen matreiðslumeistara sem hefur sinnt viðskiptavinum á Suðurlandi með fjölbreytilegar veislur.
„Ég mun halda áfram með það sem Ole er búinn að vera að gera þ.e. matarbakkana í hádeginu, alls konar veislur s.s. brúðkaup, fermingar, jólahlaðborð, árshátíðir, smárétti, grillveislur og fleira. Ég hlakka til að þjónusta Suðurlandið og víðar í komandi framtíð,“ segir Bjartmar.