Í vikunni skrifaði Sveitarfélagið Árborg undir áframhaldandi styrktarsamninga við íþróttaakademíurnar fimm sem starfræktar eru við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Um 5 ára styrktarsamning er að ræða við knattspyrnu-, fimleika-, handknattleiks-, körfuknattleiks- og frjálsíþróttaakademíurnar.
Samningurinn felur í sér beinan rekstrarstyrk og æfingaaðstöðu fyrir hluta akademíanna. Á móti skuldbinda akademíurnar sig til að standa fyrir öflugu forvarnarstarfi. T.d. verða allir iðkendur í akademíunum að skrifa undir sérstakan samning sem kveður á um tóbaks-, vímuefna- og áfengisleysi ásamt notkun á ólöglegum árangursbætandi efnum.