-5.4 C
Selfoss
Home Fréttir Fullveldið og hlíðin fríða að Kvoslæk í Fljótshlíð

Fullveldið og hlíðin fríða að Kvoslæk í Fljótshlíð

0
Fullveldið og hlíðin fríða að Kvoslæk í Fljótshlíð
Sveinbjörn Rafnsson.

Í sumar verður efnt til fjögurra fyrirlestra í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Fyrsti fyrirlesturinn verður laugardaginn 26. maí klukkan 15 og ber hann yfirskriftina Fullveldið og hlíðin fríða.

Þar ræðir Sveinbjörn Rafnsson, fyrrverandi prófessor, um upphaf sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, Finn Magnússon og Bjarna Thorarensen.