-4.8 C
Selfoss
Home Fréttir Fimm flokkar inni í Árborg en Ásta úti

Fimm flokkar inni í Árborg en Ásta úti

0
Fimm flokkar inni í Árborg en Ásta úti
Ef kosið yrði til sveitarstjórnar í Árborg í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklega kjósa?

Ef marka má niðurstöðu síma- og netkönnunar sem Gallup gerði meðal íbúa Árborgar dagana 11.–16. maí sl. munu fimm flokkar ná inn fulltrúum í bæjarstjórn í kosningunum á laugardag. Sjálfstæðisflokkur fengi samkvæmt könnuninni fjóra menn og Samfylkingin tvo. Framsókn og óháðir, Miðflokkur og Áfram Árborg fengju einn mann hvert framboð.

Verði þetta niðurstaðan á laugardag myndu aðeins tvær konur ná inn í bæjarstjórn en sjö karlar.

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með störf Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar?

Athygli vekur að,48.7% lýsa yfir ánægju með störf framkvæmdastjóra Árborgar en 22,7% eru óánægðir með störf hennar. Samkvæmt könnuninni myndi Ásta ekki ná sæti í bæjarstjórn en hún skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg.

Í könnuninni lýstu 40% stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 19,1% við Samfylkinguna, 11,9% við Framsókn og óháða, 10,2% við Miðflokkinn, 10% við Áfram Árborg og 8% við Vinstri græna. Aðrir fengu 0,8%. Úrtakið var 1.382 manns í Árborg, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. Vert er að taka fram að þegar könnunin fór fram átti u.þ.b. þriðjungur svarenda eftir að gera upp hug sinn. 56,7% svarenda tóku afstöðu til framboðanna en 9,2% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.