1.7 C
Selfoss
Home Kosningar Flóahreppur Hvernig sérð þú framtíðina í Flóahreppi?

Hvernig sérð þú framtíðina í Flóahreppi?

0
Hvernig sérð þú framtíðina í Flóahreppi?
Rós Matthíasdóttir.

Hvert stefnum við og hvað hefur verið gert hér í Flóahrepp síðustu 4 árin? Hvernig viljum við hafa okkar litla samfélag í nútíð og framtíð? Erum við sátt þegar við horfum í baksýnisspegilinn og reynum að leggja mat á síðustu fjögur árin hér í Flóahreppi. Þess vegna er það svo nauðsynlegt að nema staðar og fara yfir farinn veg.

Nú líður að sveitastjórnarkosningum og þar með er framtíðin fyrir sveitina okkar í þínum höndum. Kæri sveitungi, nú ert þú í bílstjórasætinu og ákveður hvert stefnan verður tekinn næstu fjögur árin.

T-listinn í Flóahrepp hefur á að skipa fólki sem ber hag okkar samfélags í hvívetna, fólk úr ýmsum stjórnmálaflokkum jafnt sem óflokksbundnir, en öll eigum við það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á að láta gott af okkur leiða, með hagsmuni heildarinnar ávallt að leiðarljósi.

Flestir hafa skoðanir á hinum ýmsu málum og sum okkar láta í sér heyra, en einhverra hluta vegna hefur áhugi á pólitíkinni farið dvínandi undanfarin ár og oftar en ekki reynst erfitt að manna lista.

Það er nefnilega ekki nóg að hafa skoðanir á mönnum og málefnum við höfum nefnilega skyldum að gegna. Við megum ekki leyfa okkur að hugsa aðeins um daginn í dag, því dagurinn í dag hefur áhrif á morgundaginn.

Í hinu pólitíska landslagi hefur líka orðið breyting á, framboðsflokkar geta ekki lengur verið vissir um kjörfylgi sitt, né eignað sér hóp manna, kjósendur kjósa ekki lengur í blindni. Pólitíkusarnir geta ekki lengur gengið að atkvæðum sínum vísum. Við þurfum fólk sem starfar af trúmennsku og heillindum og setja sig inní flókin mál til úrlausnar. Traust og virðing er nefnilega áunninn. Stjórnmálamenn verða að standa við orðin sín og uppskera svo í samræmi við það.

Kjósandinn hefur mikið vald, það er á hans valdi hverjir veljast til forystu til sveitastjórna um land allt næstu fjögur árin. Við völdum að búa í Flóahrepp, en við viljum líka hafa áhrif á hvernig samfélagið okkar er.

Horfum bjatsýnum augum á móti hækkandi sól og verum stolt og þakklát fyrir sveitina okkar.

Rósa Matthíasdóttir, skipar 1. sæti T-listans í Flóahreppi.