-5 C
Selfoss
Home Fréttir Hvað hefur gerst í fráveitumálum í Árborg?

Hvað hefur gerst í fráveitumálum í Árborg?

0
Hvað hefur gerst í fráveitumálum í Árborg?
Gunnar Egilsson, bæjarfullrúi D-lista í Árborg.
Gunnar Egilsson.

Á síðustu árum hefur verið unnið að því að koma af stað fyrsta stigi hreinsunar á fráveitu frá byggðinni á Selfossi. Málið er nú í þeim farvegi að unnið er að umhverfismati verkefnisins. Er það nokkuð viðamikið verkefni þar sem fram fara ýmsar rannsóknir á fuglalífi og lífríki í ánni. Um nokkurrra ára skeið hafa verið gerðar mælingar með reglulegu millibili á m.a. gerla- og efnainnihaldi í ánni. Nýtast þær rannsóknir við umhverfismatið sem nú stendur yfir. Áætlað er að mati á umhverfisáhrifum ljúki með haustinu. Að því loknu og á grundvelli niðurstaðna þess verður unnt að taka fyrir og samþykkja deiliskipulag vegna hreinsistöðvarinnar.

Til að undirbúa framkvæmdir festi Sveitarfélagið Árborg kaup á landi á svokölluðu Geitanesi neðan við flugvöllinn á árinu 2014, en þar er ráðgert að útrásarlögn muni liggja. Sama ár keypti sveitarfélagið búnað í hreinsistöðina. Á árinu 2015 var lagður vegur með klæðningu að fyrirhugaðri skólphreinsistöð frá Hagalæk, auk þess sem gengið var frá allri aðveitu,s.s. heitu- og köldu vatni, rafmagni og ljósleiðara.

Með þessari hreinsistöð, sem felur í sér grófhreinsun, þ.e. fjarlægir föst efni úr skólpi, er stigið mikilvægt skref til umhverfisverndar. Ljóst er að skv. gildandi reglum eru gerðar meiri kröfur til hreinsunar fráveitu sem losuð er í ár eða vötn en til fráveitu sem losuð er í sjó. Grófhreinsun ein og sér nægir því ekki til að uppfylla áskilnað Evrópureglna sem hafa verið innleiddar í íslenska löggjöf. Ákvörðun um hvaða leið verður farin til frekari hreinsunar fráveitu verður unnt að taka að fenginni niðurstöðu umhverfismats.

Í samþykktri 3ja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar er gert ráð fyrir að 300 mkr verði varið til uppbyggingar hreinsistöðvarinnar og að framkvæmdir hefjist á árinu 2019.

Hvikum ekki af þessari braut, setjum X við D fyrir umhverfið.

Gunnar Egilsson, frambjóðandi í 1. sæti D-lista.