-4.1 C
Selfoss

Skrifað undir langtímasamning við Golfklúbb Selfoss

Vinsælast

Þann 12. maí sl. var stór dagur í sögu Golfklúbbs Selfoss en þá skrifaði Sveitarfélagið Árborg undir langtímasamning við klúbb­inn. Samningurinn felur í sér að golfklúbb­urinn verður með Svarf­hóls­völl ásamt nýju svæði undir 18 holur og æfingasvæði til langframa.

„Við erum gríðarlega ánægð og stolt að hafa náð þessum góða samningi sem festir klúbbinn í sessi á þessum fallega stað. Núna er hægt að hefja uppbyggingu og ekki þarf að óttast lengur um stað­setningu vallarins. Núna hefst upp­bygging á fullu og vonumst við til að geta hafið uppbyggingu á nýjum holum síðar á þessu ári,“ segir Hlynur Geir Hjartar­son, fram­kvæmdastjóri GOS.

Nýjar fréttir