-5 C
Selfoss

Bikarinn áfram hjá KR-ingum í Vesturbænum

Vinsælast

Lið Þórs í Þorlákshöfn lék til útslita í Maltbikarnum við KR-inga í Laugardagshöllinni á laugardaginn. Var þetta annað árið í röð sem Þór og KR eigast við í úrslitaleik. Þórsarar urðu að sætta sig við tap annað árið í röð og bikarinn verður því áfram í Vesturbænum.

Þórsarar byrjuð ágætlega og komust m.a. í 14:4. KR-ingum tókst að laga stöðuna en hún var 16:18 eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar unnu annan leikhluta 19:16 og hálfleikstölur 34:35 fyrir Þór. Segja má að þriðju leikhluti hafi gert útslagið í leiknum en hann unnu KR-ingar 26:12. Þórsarar náðu að minnkabilið með því að vinna fjórða leikhluta 17:25. Lokatölur urðu 78:71 og KR bikarmeistarar 2017.

KR-Þór Þ. 78-71 (16-18, 19-16, 26-12, 17-25) 
KR: Philip Alawoya 23/18 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 19/8 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Darri Hilmarsson 5/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4, Brynjar Þór Björnsson 2, Karvel Ágúst Schram 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.
Þór Þ.: Tobin Carberry 29/8 fráköst/9 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 15/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 10/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10, Halldór Garðar Hermannsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Grétar Ingi Erlendsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.

Nýjar fréttir