-5.5 C
Selfoss

Ljósasýning og fjör í Vallaskóla í kvöld

Vinsælast

Þriðji leikur Selfoss og FH í einvígi liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta verður í Vallaskóla í kvöld kl. 19:00. Heimamenn ætla að gera umgjörð leiksins eins flotta og hægt er með endurbættu hljóðkerfi, ljósasýningu og fleira. Það má því búast við miklu stuði á áhorfendabekkjunum í kvöld.

Selfoss vann fyrsta leikinn heima með tveimur mörkum en FH jafnaði einvígið með fjögurra marka sigri í Kaplakrika. Leikurinn í kvöld verður því að líkindum jafn og skemmtilegur eins og tveir fyrstu leikirnir. Góður stuðnngur áhorfenda skiptir vitaskuld afar miklu máli og um að gera að mæta tímanlega til að tryggja sér miða. Stuðningsmennirnir eru stundum kallaðir áttundi leikmaðurinn. Það munar um það. Þeir sem eru svangir geta fengið sér hamborgara fyrir leik.

Áfram Selfoss!!!

Nýjar fréttir