-5.8 C
Selfoss

Áfram Árborg hefur kynnt framboðslista sinn

Vinsælast

Bæjarmálafélagið Áfram Árborg hefur kynnt framboðslista til sveitarstjórnarkosninganna í Sveitarfélaginu Árborga 2018. Framboðið leggur áherslu á skýra framtíðarsýn fyrir Árborg, faglega og opna starfshætti við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins og aukna aðkomu íbúa að stefnumarkandi ákvörðunum.

Listann skipa eftirtalin:

  1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Selfossi
  2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Selfossi
  3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, öryrki, Selfossi
  4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
  5. Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Selfossi
  6. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur, Selfossi
  7. Viðar Arason, bráðatæknir, Selfossi
  8. Selma Friðriksdóttir, sjúkraflutningamaður, Stokkseyri
  9. Kristinn Ágúst Eggertsson, húsasmiður, Selfossi
  10. Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, Selfossi
  11. Grímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Selfossi
  12. Valgeir Valsson, starfsmaður Fagform, Selfossi
  13. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur, Selfossi
  14. Eva Ísfeld, starfsmaður MS, Eyrarbakka
  15. Axel Sigurðsson, búfræðingur, Selfossi
  16. Auður Hlín Ólafsdóttir, nemi í lyfjafræði, Stokkseyri
  17. Eyrún Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur, Selfossi
  18. Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Selfossi

Nýjar fréttir