-4.3 C
Selfoss
Home Fréttir Fræðslumálin í góðum farvegi

Fræðslumálin í góðum farvegi

0
Fræðslumálin í góðum farvegi
Brynhildur Jónsdóttir, skipar 2. sæti D-listans í Árborg.

Árið 2013 tók þáverandi meirihluti D-listans í Árborg þá ákvörðun að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands og var hugsunin meðal annars sú að styrkja nærþjónustu á fræðslusviði, efla skóla sveitarfélagsins og auka þátt þeirra í ákvaðanatöku sem varðaði þá sjálfa. Skólaþjónusta Árborgar tók svo formlega til starfa í upphafi ársins 2014 og eru því liðin rúm fjögur ár frá stofnun hennar. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið var stórt framfaraskref.

Öll þjónusta við skóla sveitarfélagsins breyttist mikið, nálægð starfsfólks við sérfræðinga og fagfólk varð meiri og aðgengi að þjónustunni betra. Við breytinguna fengu skólarnir fleiri tækifæri til að fá þá fræðslu og endurmenntun sem hentaði þeirra starfi og þeim stefnum sem þeir vinna eftir.

Í þróun þjónustunnar og skólastarfs í Árborg hefur verið unnið eftir hugmyndafræði lærdómssamfélagsins. Áhersla hefur verið lögð á sterk tengsl skóla og aðila í nærsamfélagi þeirra enda er mikilvægt að styrkja samstarf á milli skólastiga og faglegan grunn þar sem kennarar og skólastjórnendur eru í lykilhlutverki. Undanfarin ár hefur sérstök áhersla verið lögð á læsi í leik -og grunnskólum Árborgar. Metnaðarfull læsisstefna var gerð og vinna nú allir skólarnir í anda hennar. Hefur það verið að skila okkur þeim árangri að horft hefur verið til þess hvað verið er að gera í skólamálum hér í Árborg.

Það er mikilvægt að hlusta á notendur skólaþjónustunnar og skoða hvaða óskir og væntingar þeir hafa til þess náms og þjónstu sem í boði er. Einn þáttur í því er starfsemi Ungmennaráðs en það skipa meðal annars grunnskólanemendur í sveitarfélaginu. Þau hafa bent á mikilvægi þess að efla lífsleikni á eldri stigum grunnskólanna þar sem unglingarnir okkar læri meira um praktíska hluti eins og fjármál, lesa af launseðli, skyndihjálp, aukna kynfræðslu, meiri forvarnir og fleira.

Við í Árborg eigum frábæra leik -og gunnskóla og undanfarið hefur ríkt góð sátt um störf þeirra og stefnur. Það er mikilvægt að hér eftir sem hingað til verði hlúð vel að þeim og þeirra starfi og að forgangsraðað verði í þágu menntunar og mannauðs í skólaumhverfinu.

Kjósum áfram trausta framtíð og merkjum x við D.

 

Brynhildur Jónsdóttir, skipar 2. sæti D-listans í Árborg.