Undanúrslitin á Íslandsmótinu í handbolta hefjast í kvöld miðvikudagskvöldið 25. apríl þegar Selfyssingar fá FH úr Hafnarfirði í heimsókn í fyrstu viðureign liðanna. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi og hefst klukkan 19.30.
Það er mér sem formanni íþrótta- og menningarnefndar Árborgar bæði ljúft og skylt að hvetja stuðningsmenn Selfoss til að mæta á leikina og hvetja okkar frábæra lið til dáða, mæta snemma og sýna stuðning í verki. Fundur stuðningsmanna með Patreki þjálfara hefst klukkan 18:15 í stuðningsmannakaffinu.
Strákarnir hafa í vetur sýnt að þeir eru til alls líklegir og því er mikilvægt að leikmenn, þjálfarar og stjórn deildarinnar finni sterkan stuðning. Það er mikil hvatning fyrir okkur stuðningsmenn Selfoss að sjá fjölda leikmanna liðsins með landsliðinu nýlega og hreint magnað fyrir stoltið og starf félagsins og auðvitað mikil hvatning fyrir leikmennina sjálfa.
Mætum og styðjum Selfoss í úrslitaviðureigninni við FH.
Áfram Selfoss.
Kjartan Björnsson formaður
íþrótta- og menningarnefndar Árborgar