Framboðslistinn Okkar Hveragerði var kynntur á fjölmennum fundi á Rósakaffi í Hveragerði 22. apríl sl. Okkar Hveragerði er hópur fólks sem hefur áhuga á bæjarmálum í Hveragerði, velferð íbúa Hveragerðis og hagsmunum sveitarfélagsins. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og reynslu. Kynjahlutfall á listanum er jafnt.
Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi, sagnfræðingur og sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands skipar efsta sæti listans. Í öðru sæti er Þórunn Pétursdóttir, landfræðingur og sérfræðingur á þróunarsviði Landgræðslunnar, Friðrik Örn Emilsson, söngvari og sálfræðinemi skipar þriðja sætið, Sigrún Árnadóttir, grunnskólakennari skipar fjórða sæti og Hlynur Kárason, húsasmiður í fimmta sæti.
Í tilkynningu segir að megin áherslumál Okkar Hveragerðis sé að efla atvinnu í sveitarfélaginu, koma upp húsnæðisleigufélagi sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða, endurreisa hverasvæðið til fyrri vegs og virðingar, innleiða 36 tíma vinnutíma hjá starfsfólki Hveragerðisbæjar, standa vörð um gróðurhúsin í bænum sem eru megineinkenni byggðarinnar, að Hveragerði verði leiðandi í umhverfismálum á landinu og að börn geti æft íþróttir fyrir aðeins eitt gjald.
Listann skipa:
- Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi
- Þórunn Pétursdóttir, landfræðingur
- Friðrik Örn Emilsson, söngvari og sálfræðinemi
- Sigrún Árnadóttir, grunnskólakennari
- Hlynur Kárason, húsasmiður
- Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og kennari
- Gunnar Biering Agnarsson, verslunarmaður
- Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
- Garðar Atli Jóhannson, byggingafræðingur og verkefnastjóri
- Árdís Rut Hlífardóttir, húsmóðir og nemi
- Kristján Björnsson, húsasmiður
- Viktoría Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
- Kristinn Grétar Harðarson, yfirmaður tölvumála í Árborg, tæknimaður og trommuleikari
- Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur