Ljósmyndaklúbburinn Blik, sem heldur upp á 10 ára afmælið sitt í ár og er áhugamannaklúbbur ljósmyndara af öllu Suðurlandi, opnar nýja sýningu á Hótel Selfossi kl. 16:00 í dag sumardaginn fyrsta.
Að þessu sinni sýna yfir 20 ljósmyndarar um 50 myndir sem teknar eru hvaðanæva af landinu. Þema sýningarinnar í ár er „Frelsi“ og vísar til þess að myndefnið er frjálst. Aðgangur er ókeypis og flestar myndirnar eru til sölu.