-1.4 C
Selfoss

Vorhátíð Kötlu jarðvangs hefst í dag

Vinsælast

Vorhátíð Kötlu Jarðvangs fer af stað í dag sumardaginn fyrsta. Eftirfarandi atburðir eru á dagskrá þennan opnunardag hátíðarinnar sem spannar að þessu sinni mánuð og þar með sannkölluð hátíð í vændum. Atburðir verða svo á vel völdum dögum yfir hátíðardagana sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara! Dagskránna má skoða í heild hér fyrir neðan ásamst því að smella á þennan hlekk

Hljómsveitin Remedía ásamt G. Helgu Ingadóttur á Eldstó Art Café á Hvolsvelli.

Eldstó Art Café á Hvolsvelli slær í tónleika kl. 19:30 þar sem hljómsveitin „Remedía“ ásamt gestasöngvaranum, Magdalenu Eldey Þórsdóttur, sem sigraði söngkeppni FSU árið 2017, koma fram. Remedía spilar þjóðlög, blues og country. Meðlimir eru Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, vel kunnur flestum sem eitthvað eru inní tólistarheiminum á Íslandi og Jón Ólafsson bassaleikari, sem var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur fyrir framlag sitt blústónlistar á Íslandi 2014.

Drykkir verða á 50% afslætti þennan dag, vel valin tilboð af matseðli og kökur & kaffi einnig á góðu verði. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

Hlekk á viðburðinn á Facebook má finna hér
Heimasíða Eldstó Art Café

Í tilefni vorhátíðarinnar bjóða Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi til málþings á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 13-17 í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Yfirskriftin er Máttur víðernanna, en ætlunin að fjalla um þau frá ýmsum hliðum; skoða m.a. hvaða ávinning samfélagið getur haft af nábýlinu við þau. Nánari upplýsingar má finna í hlekkjunum hér fyrir neðan.

Viðburður Eldvatna á Facebook
​Facebook síða Eldvatna

Nýjar fréttir