-6.6 C
Selfoss

Lundúnaferð á haustönn 2016

Vinsælast

Þann 16. nóvember sl. fórum við 11 nemendur í enskuáfangnum „English in Real Life” til London, höfðborgar Bretlandseyja. Tilgangur ferðarinnar var að læra að ferðast sjálfstætt, tala ensku við innfædda og nýta þá þekkingu sem við höfðum fyrir ferðina og myndum læra í ferðinni.

Við flugum til Gatwik og þurftum að taka lest þvert yfir London, þar sem hótelið okkar var í norður London. Það var þá, þegar við áttuðum okkur á þvi að það er nokkuð snúið að koma sér inn í lestarkerfið þarna og læra á það. Þess má geta að við tókum vitlausa lest fyrst en til allra hamingju var dásamlegt veður. Eftir að hafa talað við nokkra starfsmenn á lestarstöðvunum komumst við heil á hótelið þrátt fyrir að hafa farið á vitlaust hótel fyrst.
Samgöngur sem við úr sveitinni erum ekki svo vön

Fyrst um sinn tóku nokkrir að sér að stúdera lestakerfið og fljótlega voru allir komnir með allt á hreint og við dreifðum okkur út um alla Lundúnir og ferðuðumst við víða um London saman og sitt í hverju lagi. Þar sem við lærðum að nýta okkur marga samgöngumáta og tala við innfædda meðal annars til að spyrja til vegar.
Menningarleg og fróðleiksfús

Við fórum í heimsókn í Kings College. Þar hittum við hana Maríu sem er nemandi við skólann og sýndi hún okkur hann. Skólinn er mjög stór og á besta stað í bænum. Daginn eftir fórum við svo í leikhús á dásamlega sýningu Mamma mía. Sumir lærðu að panta mat á McDonalds og tala við starfsfólk verslunnarmiðstöðva á meðan aðrir löbbuðu í fallegum görðum Lundúna, fóru á söfn og borðuðu fjölbreytta fæðu. Allt þetta varð til þess að í lok dags gátum við deilt reynslusögum og spjallað um lífið í London.
Það er hollt fyrir alla að víkka sjóndeildarhringinn

Þessi áfangi er virkilega þroskandi þar sem að við þurftum að takast á við raunveruleg vandamál og leysa. Allan tímann vorum við nánast ein á báti þar sem kennarinn forðaðist að hjálpa okkur við að leysa vandamál sem við lentum í og skipti sér lítið af okkur, en fylgdist með okkur úr fjarlægð. Eftir þennan áfanga finnst manni maður vera meira tilbúinn að fara til Englands aftur og jafnvel víðar. Við mælum eindregið með því, fyrir alla, að skoða þann möguleika að taka þennan áfanga.

Fyrir hönd hópsins
Ísak Þór og Sveinn Ægir

Nýjar fréttir