Sex Selfyssingar léku með A-landsliði karla í handbolta um helgina í Gulldeildinni, æfingamóti sem haldið var í Noregi. Liðið spilaði gegn Norðmönnum, Dönum og Frökkum en tapaði öllum sínum leikjum naumlega.
Selfyssingarnir Haukur Þrastarson, Ragnar Jóhannsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Teitur Örn Einarsson voru allir í landsliðshópnum ásamt því að Jón Birgir Guðmundsson er sjúkraþjálfari liðsins. Þriðjungur leikmannahópsins voru því uppaldir Selfyssingar!
B-landslið Íslands vann til silfurverðlauna á fjögurra liða móti í Houten í Hollandi sem einnig fór fram um helgina. Selfyssingurinn Einar Sverrisson var í þeim hópi.