-6.8 C
Selfoss

Halldór Pétur Þorsteinsson leiðir lista Vinstri grænna í Árborg

Vinsælast

Á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg sem haldinn var í kosningamiðstöð VG að Austurvegi 21 á Selfossi í gærkvöldi, var samþykktur listi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Halldór Pétur Þorsteinsson verkfræðingur leiðir listann. Í öðru sæti er Anna Jóna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og í þriðja sæti Sigurður Torfi Sigurðsson sjálfstæður atvinnurekandi.

Frambjóðendur Vinstri grænna í Árborg eru eftirfarandi:

  1. Halldór Pétur Þorsteinsson, 61 árs verkfræðingur, Eyrarbakka
  2. Anna Jóna Gunnarsdóttir, 54 ára hjúkrunarfræðingur, Selfossi
  3. Sigurður Torfi Sigurðsson, 49 ára sjálfstæður atvinnurekandi, Stokkseyrarseli
  4. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, 31 árs ferðamálafræðingur, Eyrarbakka
  5. Guðbjörg Grímsdóttir, 49 ára framhaldsskólakennari, Selfossi
  6. Jóhann Óli Hilmarsson, 64 ára fuglafræðingur, Stokkseyri
  7. Guðrún Runólfsdóttir, 24 ára förðunarfræðingur, Selfossi
  8. Pétur Már Guðmundsson, 42 ára bókmenntafræðingur, Stokkseyri
  9. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, 67 ára, forstöðumaður, Selfossi
  10. Einar Sindri Ólafsson, 24 ára jarðfræðingur, Selfossi
  11. Nanna Þorláksdóttir, 67 ára ,skólafulltrúi, Selfossi
  12. Valgeir Bjarnason, 64 ára fagsviðsstjóri, Selfossi
  13. Margrét Magnúsdóttir, 63 ára garðyrkjufræðingur, Selfossi
  14. Þorsteinn Ólafsson, 71 árs, dýralæknir, Selfossi
  15. Alda Rose Cartwright, 37 ára myndlistamaður og kennari, Stokkseyri
  16. Þórólfur Sigurðsson, 22 ára nemi, Stokkseyrarseli
  17. Kristbjörg Árný Jenssen, 32 ára verslunarstarfsmaður, Stokkseyri
  18. Jón Hjartarson, 74 ára fyrrverandi bæjarfulltrúi, Selfossi

Nýjar fréttir