Á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg sem haldinn var í kosningamiðstöð VG að Austurvegi 21 á Selfossi í gærkvöldi, var samþykktur listi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Halldór Pétur Þorsteinsson verkfræðingur leiðir listann. Í öðru sæti er Anna Jóna Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og í þriðja sæti Sigurður Torfi Sigurðsson sjálfstæður atvinnurekandi.
Frambjóðendur Vinstri grænna í Árborg eru eftirfarandi:
- Halldór Pétur Þorsteinsson, 61 árs verkfræðingur, Eyrarbakka
- Anna Jóna Gunnarsdóttir, 54 ára hjúkrunarfræðingur, Selfossi
- Sigurður Torfi Sigurðsson, 49 ára sjálfstæður atvinnurekandi, Stokkseyrarseli
- Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, 31 árs ferðamálafræðingur, Eyrarbakka
- Guðbjörg Grímsdóttir, 49 ára framhaldsskólakennari, Selfossi
- Jóhann Óli Hilmarsson, 64 ára fuglafræðingur, Stokkseyri
- Guðrún Runólfsdóttir, 24 ára förðunarfræðingur, Selfossi
- Pétur Már Guðmundsson, 42 ára bókmenntafræðingur, Stokkseyri
- Þórdís Eygló Sigurðardóttir, 67 ára, forstöðumaður, Selfossi
- Einar Sindri Ólafsson, 24 ára jarðfræðingur, Selfossi
- Nanna Þorláksdóttir, 67 ára ,skólafulltrúi, Selfossi
- Valgeir Bjarnason, 64 ára fagsviðsstjóri, Selfossi
- Margrét Magnúsdóttir, 63 ára garðyrkjufræðingur, Selfossi
- Þorsteinn Ólafsson, 71 árs, dýralæknir, Selfossi
- Alda Rose Cartwright, 37 ára myndlistamaður og kennari, Stokkseyri
- Þórólfur Sigurðsson, 22 ára nemi, Stokkseyrarseli
- Kristbjörg Árný Jenssen, 32 ára verslunarstarfsmaður, Stokkseyri
- Jón Hjartarson, 74 ára fyrrverandi bæjarfulltrúi, Selfossi