-5.5 C
Selfoss

Áskorun um hringtorg og undirgöng við Eyraveg

Vinsælast

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 15. mars sl. áskorun til Vegagerðarinnar og Samgönguráðuneytisins um að tryggja fjárframlag til framkvæmda við hringtorg á mótum Suðurhóla, Hagalækjar og Eyravegar og undirgöng undir Eyraveg í tillögum til fjárlaga fyrir árið 2019. Áskorunin er eftirfarandi:

„Í ljósi þess að nú stendur yfir vinna innan ráðuneyta og ríkisstofnana við gerð tillagna til fjárlaga ársins 2019 vill bæjarráð Árborgar árétta fyrri bókanir sínar og erindi til fjárlaganefndar varðandi nauðsyn þess að gera hringtorg á mótum Eyravegar, Suðurhóla og Hagalækjar á Selfossi og undirgöng undir Eyraveg. Vegagerðin er veghaldari Eyravegar og beinir Árborg því til Vegagerðarinnar og Samgönguráðuneytisins að tryggt verði fjármagn eigi síðar en á fjárlögum 2019 til að gera megi hringtorg við téð gatnamót og undirgöng undir Eyraveg.
Mikil og hröð umferð bifreiða er af Eyrarbakkavegi inn á Eyraveg og umrædd gatnamót fjölfarin af gangandi og hjólandi vegfarendum, bæði börnum og fullorðnum. Hagahverfi er nú í mjög hraðri uppbyggingu og eykst því stórlega umferð gangandi og hjólandi barna um gatnamótin. Það er því verulega brýnt út frá öryggissjónarmiðum að ráðist verði í þessar framkvæmdir sem allra fyrst.“

Nýjar fréttir