-4.1 C
Selfoss

Hugleiðslu- og slökunarnámskeið á vefnum

Vinsælast

Unnur Arndísardóttir jógakennari, ásamt bróður sínum Andrési Lárussyni tónlistarmanni, hefur útbúið lítið slökunarnámskeið á veraldarvefnum. Um leið og fólk skráir sig fær það sendar tvær leiddar hugleiðsluupptökur og eina leidda slökun. Fólk getur svo geymt upptökurnar á tölvunni sinni og hlustað á hvenær sem hentar.

Hugleiðslurnar eru annars vegar leidd öndunaræfing, sem aðstoðar fólk við að róa öndun og leiða athyglina inná við, og hins vegar friðarhugleiðsla sem aðstoðar við að færa meðvitund í líkama okkar og umhverfi með það markmið að dreifa úr frið og ró og þannig fylla líf okkar af meiri sátt og frið. Námskeiðið inniheldur einnig leidda slökunaræfingu, sem aðstoðar við að ná dýpri slökun og hvíld, og þannig færa meiri frið og sátt inn í líkama okkar og líf. Námskeiðið inniheldur leiðbeningar í rituðu máli, sem veita örlitla innsýn í hugleiðslu og slökun, og hvernig við tileinkum okkur þessar aðferðir í daglegu lífi.

Unnur Arndísar jógakennari leiðir æfingarnar, en slökunartónlistin er eftir bróður hennar Andrés Lárusson tónlistarmann. Skráning og nánari upplýsingar veitir Unnur Arndísar uni@uni.is.

Nýjar fréttir