Um hádegisbil í gær var óskað eftir aðstoð björgunarasveita vegna jeppa sem keyrt hafði fram af hengju við Strýtur sunnan við Hveravelli nálægt Kjalvegi. Þrjár björgunarsvetir voru á svæðinu í æfingarferðum og gat Neyðarlínan því óskað eftir aðstoð þeirra. Voru hópar frá þeim sveitum komnir fljótt á vettvang. Þrír voru slasaðir í bílnum og var óskað eftir þyrlu til að flytja fólkið af vettvangi. Björgunarsveitarfólkið hlúði að þeim slösuðu og bjó um þá til flutnings með þyrlu Landhelgisgæslunar sem kom á vettvang á fjórða tímanum og fluttu fólkið í burtu.