1.7 C
Selfoss

Dagur leikskólans í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Dagur leikskólans var haldinn í ellefta skipti á landsvísu í byrjun febrúar sl. Af því tilefni fóru börnin af deildum leikskólans Arkar á Hvolsvelli með veggspjöld á nokkra vinnustaði á staðnum. Veggspjöldin sýna í máli og myndum þá þætti sem áhersla er lögð á í starfi leikskólans Arkar. Veggspjöldin fá að vera á þessum stöðum í nokkurn tíma til að bæjarbúar geti kynnt sér þau og séð allt það frábæra starf sem fram fer hjá Leikskólanum Örk. Börnin fengu einnig köku í kaffitímanum í tilefni dagsins sem Eggert kokkur bakaði.

Börn frá Tónalandi Leikskólans Arkar heimsóttu Húsasmiðjuna á Hvolsvelli.

 

Nýjar fréttir