Í vor verður kosið til sveitarstjórna hér á landi. Margir stjórnmálaflokkar og framboð hafa nú þegar hafið undirbúning. Að mörgu er að hyggja og má þar m.a. nefna málefnaskrá og svo auðvitað mönnun framboðslista.
Á Suðurlandi verður kosið í fimmtán sveitarfélögum, átta í Árnessýslu, þremur í Rangárvallasýslu og tveimur í Vestur-Skaftafellssýslu. Auk þess verður kosið í Vestmannaeyjum og Sveitarfélaginu Hornafirði.