-4.8 C
Selfoss
Home Fréttir Kosningaundirbúningur víða að fara af stað

Kosningaundirbúningur víða að fara af stað

0
Kosningaundirbúningur víða að fara af stað
Smári Björn Stefánsson og Aldís Hafsteinsdóttir mættu á opið hús hjá Sjálfstæðismönnum í Hveragerði um liðna helgi. Þar var boðið upp á kosningakaffi ásamt spjalli um sveitarstjórnarmálin.

Í vor verður kosið til sveitarstjórna hér á landi. Margir stjórnmálaflokkar og framboð hafa nú þegar hafið undirbúning. Að mörgu er að hyggja og má þar m.a. nefna málefnaskrá og svo auðvitað mönnun framboðslista.

Á Suðurlandi verður kosið í fimmtán sveitarfélögum, átta í Árnessýslu, þremur í Rangárvallasýslu og tveimur í Vestur-Skaftafellssýslu. Auk þess verður kosið í Vestmannaeyjum og Sveitarfélaginu Hornafirði.